is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17451

Titill: 
  • Aftur í nám : viðhorf fullorðinna námsmanna til náms hjá þekkingarsetrinu Nýheimum á Höfn í Hornafirði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samstarf stjórnenda og fagfólks menntastofnana hefur á undanförnum árum verið í umræðu innan faglegra lærdómssamfélaga. Í litlum samfélögum er mikilvægt að mannauður innan þess geti nýst fleiri stofnunum til góðs. Frumkvöðlastarf, rannsóknir, menntun og menning innan þekkingarseturs getur haft þau áhrif hvert á annað að þar verði til lærdómsmenning sem hvetur til náms.
    Markmið þessarar rannsóknar er að kanna upplifun fullorðinna nemenda sem stundað hafa nám eða nýtt sér aðstöðu til náms hjá menntastofnunum þekkingarsetursins Nýheima á Höfn í Hornafirði. Þær stofnanir sem koma að samstarfinu og rannsóknin beindist að eru Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu, Þekkingarnet Austurlands (nú Austurbrú) og Háskólinn á Akureyri. Rannsókninni er ætlað að komast að því hvaða skoðanir þátttakendur hafa á framboði til náms, náms- og starfsráðgjafar, samstarfi menntastofnananna og hverjar hugmyndir þeirra eru um hvað mætti betur fara í skipulagi námsins til þess að fullorðnir nemendur, sem hættu námi eftir grunnskóla, hefji aftur nám. Má gera betur til að hjálpa fullorðnum nemendum sem vilja ljúka formlegri menntun? Getur samstarf stofnana stuðlað að því að nemendur ljúki námi?
    Rannsóknin leiddi í ljós að allir þátttakendur töldu að nám og aðstaða til náms, sem skipulagt hafði verið í heimabyggð, skipti sköpum. Annars vegar um að þeir hófu nám aftur og hins vegar að geta nýtt sér aðstöðu innan þekkingarsetursins til þess að vinna að og ljúka námi. Ráðgjöf og hvatning hafði einnig mikil áhrif á það að nemendur héldu áfram og luku námi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa stjórnendum námsins vísbendingar um hvernig þeir geti veitt nemendum sínum betri þjónustu og ráðgjöf. Rannsóknin byggir á eigindlegu rannsóknarsniði og gagnaöflun hófst á vorönn 2013. Rætt var við átta nemendur sem voru í námi, höfðu lokið námi, hætt því eða nýtt sér húsakynni hjá menntstofnunum Nýheima.
    Af niðurstöðum rannsóknarinnar er hægt að draga þá ályktun að samstarf menntastofnana sem koma að skipulagi náms hjá Nýheimum hafi heppnast.

  • Útdráttur er á ensku

    Cooperation of professional learning communities and system
    leadership has been a topic in the educational discussions for some time. It
    is especially important for smaller communities to work together to take
    advantage of the human resource of the educational professional for the
    benefit of all the educational institutions. Innovation, research, culture and
    education within one institution can support the education for the benefit
    of the students who come back to school and finish their studies.
    The aim of the research was to explore the cooperation of the learning
    professionals in the cultural house Nýheimar Höfn í Hornafirði from the
    view of the adult students who have used the facilities. The institutions
    which are a part of the research are the junior college Framhaldsskólinn í
    Austur-Skaftafellssýslu, Þekkingarnet Austurlands (now Austurbrú) and the
    University of Akureyri. The goal was to find out the views the participants
    have on the study programs, the counseling and the support in the
    educational institutions, the ideas they have about how it can be organized
    so that more adult students come back to study after dropping out of
    secondary school and finish their formal education.
    The research findings can give the organizers of the study programs
    information how to do better in both the counseling and support. The data
    was gathered by qualitative methods early in the year 2013. The eight
    students interviewed had all studied in the formal program and used the
    facilities offered and got guidance counseling. They had already finished
    their program or were still in the program and one had dropped out.
    The results show that the students all agree that the opportunity to be
    able study and finish their education in their local community is crucial to
    their decision to go back to school. Guidance counseling and incentives
    were also important for the students’ continued involvement in the
    program.

Samþykkt: 
  • 13.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17451


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aftur í nám lok. 2.feb.2014prent.pdf735.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna