is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17452

Titill: 
  • Þróun læsis í leikskóla : um markvissa vinnu og stuðning við þróun læsis í gegnum leik
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig starfshættir og vinnubrögð þróast hjá starfsfólki leikskóla sem vinnur markvisst með læsi. Tilgangurinn var að fá innsýn í hvaða leiðir starfsfólk notar til að styðja við læsisþróun í gegnum leik og hvort og hvernig markviss vinna með læsi stuðlar að breyttum starfsháttum/vinnubrögðum og hvernig það birtist í starfinu.
    Þátttakendur í rannsókninni voru starfsfólk einnar leikskóladeildar sem tóku þátt í þróunarverkefni um læsisþróun í leikskóla. Þátttakendur skoðuðu eigin starfshætti, settu sér markmið og innleiddu ný vinnubrögð varðandi læsisþróun. Rannsóknin var eigindleg etnógrafísk tilviksrannsókn þar sem gagna var aflað með viðtölum og vettvangsathugunum ásamt því að rýnt var í fyrirliggjandi gögn frá þátttakendum. Í rannsókninni var notast við þá skilgreiningu á læsi að það feli í sér frumþætti tungumálsins sem eru ritun, hlustun, lestur og tal og sá sem skilur og ræður yfir færni sem byggir á öllum þessum þáttum telst læs (Garton og Pratt, 1998).
    Niðurstöður sýndu að starfsfólk leikskóladeildarinnar upplifði breytingar á starfsháttum sínum eftir að hafa tekið þátt í markvissri vinnu með læsisþróun. Helstu breytingarnar fólust í því að að vinnubrögð urðu markvissari og hugsun varðandi starfið skipulagðari, auk þess sem skipulagðar skráningar skipuðu stærri sess í starfinu en áður. Starfsfólk fylgdist betur með færni og framförum einstakra barna sem og hópnum í heild. Það fylgdi hugmyndum sínum betur eftir en áður og var samkvæmara sjálfu sér í starfinu. Niðurstöður sýndu einnig að starfsfólkið studdi við læsisþróun barna í gegnum frjálsan leik, m.a. með því að skapa læsishvetjandi umhverfi, styðja við þróun orðaforða og sjálfsprottinn ritmálsáhuga og með því að sýna stuðning við læsishvetjandi verkefni í leik.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to explore how work practices evolve when teachers are working systematically with emergent literacy and how those teachers support emergent literacy through play. The main purpose was to get glimpse in what strategies teachers use to support emergent literacy through play and how systematic work with emergent literacy affects teachers work practices and how that displays in their work.
    The participants in the research were working in one classroom in a preschool. They were selected to participate because of their developmental work regarding emergent literacy. That work involved for the participants to view their work practice, setting themselves goals to work on and implement new practices when working with emergent literacy. The research was qualitative ethnographic case study and data was generated through interviews and field observations. Data from the participants were also examined.
    The main results indicate that participants experienced changes in their work practice after participated in systematic work with emergent literacy. The key elements that changed were that work method got more targeted and all thoughts about the work got more organized, as well as organized documentation received higher place in the work than before. The participants followed the development of each child and the group as a whole more than before. They followed upon their ideas better than before and were more consistent in their work. The results also indicate that the participants supported emergent literacy through play. They did this by creating literacy rich environment and in that they showed three main strategies for supporting emergent literacy: By support and develop vocabulary, by supporting spontaneous interest in written language and by supporting the children in literacy related tasks.

Samþykkt: 
  • 13.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
þróun læsis í leikskóla.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna