is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17463

Titill: 
  • Tómstundaval barna og unglinga í 4. - 10. bekk í Sandgerði, Garði og Vogum
  • Titill er á ensku What controls leisure activity of children and teenagers in 4th to 10th grade in Sandgerði, Garði and Vogum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvað það er sem stjórni tómstundavali barna- og unglinga í Sandgerði, Garði og Vogum. Markmiðin snérust meðal annars um hver væri meginhvati þess að viðkomandi tómstundir urðu fyrir valinu og hvernig hægt væri að virkja börnin til frekari tómstundaiðkunar eða skipulagðrar frístundaiðkunar.
    Ástæða þess að Sandgerði, Garður og Vogar urðu fyrir valinu er að þessi sveitarfélög eru í samstarfi með sameiginlega félagsþjónustu.
    Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum undanfarna áratugi og er mikill munur á tómstundaiðkun barna og unglinga í dag, á 21. öldinni miðað fyrir t.d. 50 árum síðan. Í dag er mikið framboð af ýmis konar afþreyingu og tómstundum, hvort sem er af æskilegum eða óæskilegum toga. Þjóðlíf Íslendinga hefur breyst mikið og voru tómstundir líklega fáar hér áður fyrr, hvað þá að orðið sjálft, tómstundir, væri í orðaforða Íslendinga. Tómstundir og merking þess hefur því breyst í áranna rás eins og svo margt í daglegu lífi okkar.
    Tómstundir er hugtak sem fræðimenn hafa skoðað og skilgreint, bæði hvað varðar skilgreiningu á orðinu og því hvaða áhrif tómstundir hafa á daglegt líf fólks. Rannsóknir hafa sýnt að þegar vel er staðið að skipulögðu tómstundastarfi barna og unglinga hafi það mikið uppeldislegt gildi. Þátttaka í tómstundum er talin mikilvægur liður í mótun viðhorfa og gildismats unglings og þess hvernig hann upplifir samfélagslegt hlutverk sitt (Feldman og Majitasko, 2005).
    Með sýn fræðimanna allt frá Ástralíu til Íslands verða skoðaðar rannsóknir á tómstundum og áhrif þeirra á börn, einnig er vert að horfa til hugmyndafræði, laga, reglugerða og markmiða sem bæjar- og sveitarfélög setja sér, þar sem lögð er áhersla á tómstundir barna og unglinga.
    Notast var við megindlega rannsóknaraðferð, þar sem spurningalistar voru lagðir fyrir börn og unglinga í 4. - 10. bekk í Sandgerði, Garði og Vogum og foreldra þeirra. Nemendakönnun var lögð fyrir skriflega í skólunum en foreldrar þeirra barna svöruðu spurningakönnuninni rafrænt.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að börnin sjálf, framboð og fjölskylda hafa áhrif á hvaða tómstundir þau iðka. Ástæður þess að viðkomandi tómstundir urðu fyrir valinu lágu fyrst og fremst í skemmtanagildi þeirra. Ósk höfundar er að niðurstöður rannsóknarinnar verði tómstunda- og bæjarfélögunum tæki til þess að gera gott tómstundastarf enn betra.

Samþykkt: 
  • 25.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak .pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna