is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17475

Titill: 
  • Skylda sáttameðferðar : er sáttameðferð skv. 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003 ávallt barninu fyrir bestu?
  • Titill er á ensku Is a conciliation according to 33. gr. a of children's act no. 76/2003 always best for the child?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með nýjustu breytingum á barnalögum nr. 76/2003 sem áttu sér stað þann 1. janúar 2013, er foreldrum nú gert skylt að mæta til sáttameðferðar áður en þeir geta krafist úrskurðar eða
    höfðað mál fyrir dómi vegna mála um forsjá, umgengni, lögheimilis, dagsekta eða aðfarar. Í flestum tilfellum semja foreldrar um þessi mál sjálfir en í þeim tilfellum sem samkomulagi er ekki náð um þessi ágreiningsmál er þeim skylt að undirgangast sáttameðferð. Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir því hvort skylda til sáttameðferðar skv. 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003 sé barninu alltaf fyrir bestu, þá sérstaklega með tilliti til lengdar
    málsmeðferðar. Í einhverjum þeirra mála þar sem sáttameðferð ber ekki árangur, fara foreldrar með málið fyrir dómstóla og lengist þá málsmeðferðin. Það er meginregla barnaréttar að hagsmunir barns
    séu í fyrirrúmi þ.e. það sem er barninu fyrir bestu. Ágreiningsmál foreldra um barnið getur skapað verulega erfiðar aðstæður fyrir barnið sjálft, þá sérstaklega í erfiðum og hatrömmum
    forsjármálum. Það er sérstaklega í þeim málum þar sem lengri málsmeðferð getur ekki talist barninu fyrir bestu. Það er best fyrir barnið þegar niðurstaða í máli liggur fyrir, þá verður m.a.
    meiri stöðugleiki og ró í lífi barnsins og framtíð þess fyrirsjáanlegri. Því fyrr sem líf barns er orðið eins eðlilegt og best getur orðið því þeim mun betra fyrir barnið.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2030
Samþykkt: 
  • 25.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S._EGJ_2013.pdf6 MBLokaður til...08.02.2030HeildartextiPDF