is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17476

Titill: 
  • Megineinkenni íslenskra samvinnufélaga í ljósi 1. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu verður leitast við að skýra frá megineinkennum íslenskra samvinnufélaga. Í upphafi verður farið stuttlega yfir hugtakið félag og skilgreiningu á því, ásamt því að fjalla almennt um félagaform. Þá verður farið yfir tilurð samvinnufélaga og því næst stiklað á stóru varðandi lagaumgjörð samvinnufélaga, frá árinu 1921 til dagsins í dag. Skilgreining félagaforms fer eftir umgjörð laga hverju sinni og því er greint frá megineinkennum félagaformsins út frá gildandi lögum nr. 22/1991 um samvinnufélög. Lauslega er síðan fjallað um helstu tegundir samvinnufélaga og starfsemi þeirra. Helstu niðurstöður ritgerðar eru að einkenni samvinnufélaga eru nokkuð mörg og ýmis áhugaverð ákvæði er að finna í lögunum. Starfssvið samvinnufélaga er nokkuð vítt, þó að færri séu starfandi í dag en hér árum áður, þá telur höfundur að rótgróin samvinnufélög hafi nokkuð sterka stöðu í dag. Helst má þar nefna kaupfélög sem eru enn starfandi, ýmis húsnæðis-og byggingarsamvinnufélög. Samvinnufélög virðast þó hafa verið barn síns tíma og löggjöfin sem félagaformið lútir er komin til ára sinna.

Samþykkt: 
  • 25.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-RitgerdArnarStefansson_.pdf615.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna