is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17486

Titill: 
  • Neysla erlendra ferðamanna á Íslandi 2000-2012 : samanburður við Kanada og Nýja Sjáland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þegar fjöldi erlendra ferðamanna jókst með þeim hætti sem hann gerði á árunum 2011 og 2012 þá spurði höfundur sig þeirrar spurningar hvort veiking krónunnar í kjölfar hruns fjármálakerfsins 2008 hafi gert það að verkum að neysla á hvern erlendan ferðamann hafi aukist, þar sem það var nú mun hagstæðara að sækja landið heim og ferðamennirnir fengu meira fyrir sinn gjaldmiðil en fyrir hrun.
    Í stað þess að skoða eingöngu þróunina frá hruni, þá ákvað höfundur að skoða neysluna yfir lengra tímabil, þ.e. frá síðustu aldamótum og út árið 2012. Neyslan er skoðuð út frá verðlagi ársins 2012 og er einnig yfirfærð í USD og EUR. Að sama skapi er þróunin í neyslu á hvern erlendan ferðamann skoðuð í Kanada og Nýja Sjálandi og hún síðan borin saman við þróunina á Íslandi.
    Rannsóknin leiddi í ljós að neysla á hvern erlendan ferðamann á Íslandi hefur aukist um 10% frá árinu 2008 til ársins 2012 en hún hefur hins vegar minnkað um 16% frá árinu 2000 til ársins 2012 þegar hún er skoðuð í ISK og minnkað enn meira þegar hún er skoðuð í USD og EUR, eða um 20% í USD og 42% í EUR. Þróunin til lækkunar hófst löngu fyrir hrun fjármálakerfisins. Neysla á hvern erlendan ferðamann í Kanada hefur hins vegar aukist um 61% þegar hún er skoðuð í CAD og enn frekar þegar hún er skoðuð í USD og EUR, eða um 129% í USD og um 67% í EUR. Neysla á hvern erlendan ferðamann á Nýja Sjálandi hefur minnkað um 23% þegar hún er skoðuð í NZD en aftur á móti aukist um 40% í USD og um 2% í EUR.
    Bæði CAD og NZD hafa styrkst gagnvart USD og EUR á meðan ISK hefur veikst mjög mikið gagnvart þessum gjaldmiðlum. Hver ferðamaður er að eyða hærri fjárhæðum í USD á Nýja Sjálandi en Íslandi á undanförnum 6-7 árum og þeir dvelja einnig lengur í landinu.
    Höfundur vonar að niðurstöður rannsóknarinnar komi til með að nýtast ferðamálayfirvöldum í frekari rannsóknum á neyslumynstri erlendra ferðamanna sem sækja landið heim. Að mati höfundar er mikil þörf á ítarlegri lífsstílsgreiningu erlenda ferðamanna líkt og gert hefur verið til að mynda í Kanada og Nýja Sjálandi og miða allt markaðsstarf að því að ná til þeirra hópa sem gefa mest af sér. Ísland er lítið samfélag og það er að mati höfundar heillavænlegri þróun að byggja framtíð ferðaþjónustunnar á gæðum frekar en magni.

Samþykkt: 
  • 25.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð_-_Anna_Fríða_Garðarsdóttir.pdf3.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna