is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17487

Titill: 
  • Kynjuð hagstjórn og Fæðingarorlofssjóður : samræmist lækkun fjárlaga til Fæðingarorlofssjóðs kynjasamþættingu og aðferðum kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leitast var við að greina áhrif fjárlaga til Fæðingarorlofssjóðs á orlofstöku foreldra, hvort ákvörðun um lækkun útgjalda til sjóðsins hafi samræmst kynjasamþættingu og aðferðum kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð er aðferð til þess að auka jöfnuð og jafnrétti milli kvenna og karla í samfélaginu. Farið var yfir hvaða forsendur þurfa að vera til staðar svo unnt sé að vinna að kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, s.s kyngervi og skilningur á því . Einnig var farið yfir ástæður þess að kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð er talin nauðsynleg til þess að ná fram jafnrétti kynja. Í stuttu máli snýst kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð um að nýta kynjasamþættingu á allt fjárlagaferlið til þess að skoða hvernig fjárlög hafa mismunandi áhrif á stöðu kvenna og karla. Skoðað er hvernig foreldrar nýta rétt sinn til töku fæðingarorlofs, bæði sjálfstæðan rétt og sameiginlegan tíma. Fæðingarorlof foreldra er mikilvægur þáttur í jafnrétti kvenna og karla og því er mikilvægt að kynjasamþættingar sé gætt við ákvörðun á fjárlögum til sjóðsins. Helstu niðurstöður voru að kynjasamþættingar hafi ekki verið gætt við ákvörðun um lækkun fjárlaga, áhrif lækkunar eru að birtast í orlofstöku feðra sem eru komnir undir grunnrétt sinn 90 daga. Áhrif lækkunar á mæður er hinsvegar lítil. Ákvörðunin samræmdist því ekki aðferðum kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar sem miðar að því að greina hvaða áhrif stefnur og fjárútlát stjórnvalda hafa á kynin og leitast við með fjárlögum að festa ekki stöðluð kynhlutverk í sessi.

Samþykkt: 
  • 25.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17487


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_Ingunn_Vihjálmsdóttir.pdf716.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna