is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17488

Titill: 
  • Lýðræðisumbætur á Íslandi : veikleikar íslensks lýðræðis í aðdraganda bankahrunsins, þróun þess og samanburður við hugmyndir Iris Marion Young um rökræðulýðræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér er fjallað um þá lýðræðislegu innviði íslensks samfélags sem reyndust veikburða í aðdraganda hruns. Helst er stuðst við áttunda bindi rannsóknarskýrslu Alþingis sem vinnuhópur um siðferði og starfshætti vann að. Þar nefni ég eftirlitsstofnanir, stöðu
    stjórnmálanna og fjölmiðlana; en þessir lýðræðislegu innviðir brugðust með ýmsum hætti.
    Þessi vandamál eru sett í samhengi við kenningar Iris Marion Young. Gagnrýni hennar á fulltrúalýðræðið varpar ljósi á eðli þeirra vandamála sem hér hafa ríkt. Að lokum er svo fjallað um aukna áherslu á þátttöku almennings í pólitískum athöfnum, sem birtist okkur eftir hrunið. Þessi aukna áhersla hefur birst meðal annars með þjóðfundunum tveim og ákvæðum um aukið beint lýðræði í frumvarpi til breytingar á stjórnarskránni. Einnig synjaði forsetinn lögum staðfestingu og vísaði þeim til þjóðarinnar. Mat er lagt á hvort þessar breyttu áherslur hafi unnið gegn þeim vanda sem finna mátti í íslensku samfélagi fyrir bankahrunið.
    Hugmyndum Young um rökræðulýðræði er ætlað að leysa ýmiss þau vandamál sem tilheyra formgerð fulltrúalýðræðis, eins og það birtist okkur í dag. Það er niðurstaða þessarar ritgerðar
    að sú breyting sem við höfum séð eftir bankahrunið er ekki í þá átt sem Young boðar. Áhersla hennar felst í eflingu rökræðu við ákvarðanatöku og að pólitísk umræða sé gerð víðfeðmari.
    Það er mat höfundar að enn skorti viðleitni í íslensku samfélagi að efla forsendur upplýstra skoðanamyndana, og að þessi aukna áhersla á beint lýðræði sé ekki merki um lýðræðislegar
    umbætur í íslensku samfélagi.

Samþykkt: 
  • 25.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17488


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lýðræðisumbætur_á_Íslandi.pdf423.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna