ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1749

Titill

Áhrif tónlistar á námsárangur barna

Útdráttur

Í þessari ritgerð verður kannað hvort tónlist hafi einhver áhrif á námsárangur grunnskólabarna. Ef svo er, verður jafnframt leitað svara á hvern hátt það er. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar eru vangaveltur um uppruna tónlistar og þýðingu hennar fyrir manninn. Ýmsar aðferðir til minnisaukningar hafa verið notaðar frá örófi alda en flestar byggjast þær á tónlist í einhverri mynd. Þá verða skoðaðar ýmsar kenningar fræðimanna byggðar á rannsóknum þeirra og tilraunum á tengslum tónlistar við nám og námsárangur. Þær eru bornar saman og niðurstöður ígrundaðar. Fjölgreindarkenning Gardners er fyrst tekin fyrir þar sem ýmsum kennsluaðferðum er velt upp og margvíslegum námsnálgunum gerð skil. Hin umdeilda Mozart-aðferð svokallaða sem Tomatis uppgötvaði með tilraunum sínum á bakgrunnstónlist er tekin fyrir og möguleikar kannaðir á hversu marktækar niðurstöðurnar eru. Hermiaðferð Suzuki er næst tekin fyrir þar sem hljóðfæraleikur fer fram jafnhliða máltöku. Fjallað er einnig um það hvernig slík aðferð gæti nýst í almennu skólastarfi. Þá er komið að ofurnámsaðferð Lozonovs. Hann nýtir sér bakgrunnstónlist til sefjunar og jafnframt örvunar heilastöðva svo einbeittara nám geti farið fram. Tónmenntaðferðir kenndar við Kodály, Orff eða Dalcroze eru teknar fyrir næst. Þær eru að mörgu leyti fyrirmynd tónmenntakennslu í dag. Samtengingu heilahvela og hvernig má bæta hana er einnig gerð skil í þessum kafla. Í öðrum hluta eru síðan niðurstöður íslenskra rannsókna kynntar. Þriðji kaflinn fjallar síðan um viðmið fræðikenninga og hvernig kenningarnar virka við raunverulegar aðstæður. Þá er minnst á nokkrar leiðir til samþættingar ýmissa námsgreina við tónlist og hvernig hún getur nýst í almennu skólastarfi. Í lokakaflanum eru dregnar saman helstu niðurstöður fyrrnefndra rannsókna og komist að því að tónlist hafi jákvæð áhrif á námsárangur grunnskólabarna þegar á heildina er litið. Og loks dregin sú ályktun að auka þurfi tónlistarnotkun í grunnskólum landsins.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað til júlí 2009

Samþykkt
22.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ahrif_tonlistar_JHE_e.pdf128KBOpinn Áhrif tónlistar á námsárangur barna - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Ahrif_tonlistar_JHE_h.pdf161KBOpinn Áhrif tónlistar á námsárangur barna - heimildir PDF Skoða/Opna
Ahrif_tonlistar_JH... .pdf352KBOpinn Áhrif tónlistar á námsárangur barna PDF Skoða/Opna
Ahrif_tonlistar_JHE_u.pdf122KBOpinn Áhrif tónlistar á námsárangur barna - útdráttur PDF Skoða/Opna