is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17519

Titill: 
  • Vændisákvæði hegningarlaganna. Fullframningarstig 206.gr almennra hegningarlaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vændiskaup Íslendinga hafa sennilega sjaldan verið jafn mikið í umræðunni og á síðasta hálfa ári. Fjölmiðlar hafa spilað þar stóra rullu og hafa margar vændiskonur, komið fram í sjónvarpi, yfirleitt ekki undir nafni, og talað um erfiðleikana sem fylgja starfinu, ef starf skyldi kalla. Starfið er í það minnsta ekki löglegt, því það er nefnilega svo að samkvæmt 1. mgr. 206. gr almennra hegningarlaga eru vændiskaup bönnuð, þ.e.a.s það er refsivert athæfi að kaupa sér vændisþjónustu.
    Það hefur þó ekki alltaf verið svo að kaupandi sé sá sem er að fremja hinn refsiverða verknað í vændiskaupum. Fyrir breytingarnar á alm. hgl árið 2007 hljómaði 1. mgr. 206. gr. alm. hgl. svo: „Hver sem stundar vændi sér til framfærslu skal sæta fangelsi allt að 2 árum.”. Árið 2009 steig Alþingi síðan skrefið til fulls og samþykkti ný breytingarlög, lög nr. 54/2009 um breytingu á almennu hegningarlögunum, nr. 19/1940, með síðari breytingum, og þá fékk 1. mgr. 206. gr. alm. hgl. á sig núverandi mynd: „Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.”. Með þessari lagabreytingu fór Alþingi leið, sem oft er kennd við Svíþjóð og kölluð er sænska leiðin, en Ragnheiður Bragadóttir prófessor hefur sagt að þessa breytingu megi ekki síst rekja til róttækra femínista hér á landi.
    Í þessari ritgerð verður fyrst farið yfir áðurnefnda sögu 206. gr. alm. hgl., frá því hún var fyrst sett inn í lögin og þær breytingar, sem fylgt hafa í kjölfarið. Því næst verður litið til nágranna okkar í Svíþjóð, en það er þeirra vændislöggjöf sem við byggjum okkar ákvæði á. Að því loknu verður litið á flokkun afbrota í refsiréttinum, eftir verknaðaraðferð, verndarhagsmunum og fullframningarstigi. Því næst verða skoðaðir nokkrir af þeim dómum Hæstaréttar sem fallið hafa í tengslum við vændisákvæðið og að lokum verður leitast við að draga lærdóm af þeim niðurstöðum.

Samþykkt: 
  • 8.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17519


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhann Skúli Jónsson.pdf478.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
J'ohann kápa.pdf231.12 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna