is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1752

Titill: 
  • Heilbrigð sál í hraustum líkama : grófhreyfingar leikskólabarna í daglegu starfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari B.Ed.-ritgerð er fjallað á fræðilegum nótum um hreyfingu og hreyfiþroska barna. Munstur líkamlegra athafna þróast í barnæsku og getur fylgt barninu í gegnum fullorðinsár. Því er mikilvægt að ýta undir undirstöðuþætti fyrir hreyfingu og heilbrigt líf. Fjallað er um líkams- og hreyfiþroska, fín- og grófhreyfingar og farið er yfir grófhreyfingar barna frá fæðingu til sex ára aldurs. Þá er farið yfir kenningar Lev Vygotskys, Howard Gardners og John Deweys sem leikskólakennarar geta nýtt sér til að efla grófhreyfingar leikskólabarna. Vygotsky fjallar um svæði mögulegs þroska sem hann telur vera svæði þar sem börn geta leyst verkefni, með hjálp frá öðrum hæfari einstakling, sem þau gætu ekki gert af sjálfsdáðum. Komið er inn á fjölgreindarkenningu Gardners, sem er um hugræna starfsemi en hann telur að menn fæðist með átta mismunandi greindir og að allir séu gæddir þessum greindum. Að lokum er fjallað um kenningu John Deweys sem telur að fólk læri mest af því að framkvæma en ekki af ítroðslu kennara. Einnig eru kenningar Deweys og Vygotskys um leik skoðaðar. Nokkur áhersla er lögð á mikilvægi leiksins sem kennslutækis, því í leik þroskast hreyfi- og félagshæfni og mál- og hugleikni hjá börnum. Fjallað er almennt um námskrá og námskrárfræði en notkun námskrár í leikskólum leiðir til nýrrar hugsunar hvað varðar menntun á leikskólastigi og skipulagningu í leikskólum. Að lokum er fjallað um hreyfingu í tengslum við námssvið leikskólanna og settar fram kennsluhugmyndir sem leikskólakennarar geta stuðst við þegar þeir efla grófhreyfingar leikskólabarna í daglegu starfi.

    Abstract: This B.Ed.-thesis addresses the theoretical framework about children’s movement and motor development. The pattern of physical actions develops in early childhood and can stay with the child into adulthood. It is therefore important to promote the basic factors of movement and healthy living. The thesis covers physical and motor development, fine and gross motor skills, and surveys the gross motor skills of children from birth to the age of six. Additionally, the thesis surveys the theories of Lev Vygotsky, Howard Gardner and John Dewey, all of which pre-school teachers can employ to strengthen the gross motor skills of pre-schoolers. Vygotsky addresses areas of potential development, which he finds to be those areas where children can solve problems with the assistance of a more qualified individual that they could not solve on their own. Gardner’s theory of multiple intelligences, which is based on subjective operation, is addressed, but Gardner states that there are eight different types of intelligence and everyone is born with all of these. Finally, John Dewey’s theory is addressed, but he states that individuals learn best by doing, not by listening to teachers. Furthermore, Dewey’s and Vygotsky’s theories on play are reviewed. Some focus is placed on the importance of play as a tool for instruction, as in play children’s motor and social skills develop, as well as their linguistic and intellectual prowess. Curriculum and the theory of curriculum is addressed in general terms, but the use of curriculum in pre-schools brings with it a new way of thinking about education at the pre-school level and organization in pre-schools. Finally, movement in relation to the the educational field of pre-schools is addressed and ideas on instruction are presented for pre-school teachers to use for the promotion of gross motor skill development in daily life.

Samþykkt: 
  • 23.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilbrigð sál í hraustum líkama- ritgerðin í heild password.pdf1.31 MBOpinnHeilbrigð sál í hraustum líkama - heildPDFSkoða/Opna
Útdráttur.pdf31.33 kBOpinnHeilbrigð sál í hraustum líkama - útdrátturPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf37.51 kBOpinnHeilbrigð sál í hraustum líkama - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf34.74 kBOpinnHeilbrigð sál í hraustum líkama - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf705.25 kBOpinnHeilbrigð sál í hraustum líkama - fylgiskjölPDFSkoða/Opna