is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17531

Titill: 
  • Skilvirk réttarvernd í EES-rétti. Afstaða EES-réttar til málskots ákvarðana um að afla ráðgefandi álits
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Þann 1. janúar 1994 tók gildi samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) sbr. lög nr. 2/1993. Þá gekk einnig í gildi sérstakur samningur um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (EDS) milli þeirra EFTA-ríkja sem voru jafnframt aðilar að EES-samningnum. Í EES-samningnum sjálfum er ekki kveðið á um tilvísanir dómstóla aðildarríkja EES til EFTA-dómstólsins en það er hins vegar gert í 34. gr. EDS, þar sem m.a. er mælt fyrir um heimild EFTA-dómstólsins til að gefa dómstólum í viðkomandi EFTA-ríkjum ráðgefandi álit varðandi túlkun EES-reglna. Framangreint ákvæði sækir fyrirmynd sína í 267. gr. Sáttmálans um framkvæmd Evópusambandsins, þar sem kveðið er á um lögsögu ESB-dómstólsins til að veita forúrskurði (preliminary rulings) um túlkun ESB-réttar.
    Á Íslandi hafa verið settar reglur, sem ekki eiga sér hliðstæðu í öðrum EFTA-ríkjum. Þannig kemur fram í 3. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið að kæra megi úrskurð héraðsdómara samkvæmt 1. mgr. sömu laga til Hæstaréttar. Endanlegt forræði á því hvort leitað skuli ráðgefandi álits og hvaða spurningar bera skal upp í slíkum beiðnum er þannig í höndum Hæstaréttar Íslands.
    Í þessari ritgerð er leitast við að svara þeirri spurningu hvernig það samræmist reglum EES-réttar að Hæstiréttur Íslands hafi heimild til þess að endurskoða ákvörðun héraðsdómara um að leita ráðgefandi álits. Í sambandi við það er gert grein fyrir gildandi reglum ESB-réttar að því leyti og litið til réttarframkvæmdar ESB-dómstólsins til samanburðar. Ennfremur er vikið í stuttu máli að helstu meginreglum og réttarheimildum sem gilda um ráðgefandi álit EFTA-dómstolsins. Loks er gert grein fyrir meginreglunni um skilvirka réttarvernd og áhrifa hennar í þessu samhengi.

Samþykkt: 
  • 10.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17531


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf289.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna