is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17532

Titill: 
  • Mörkin milli stórfelldrar líkamsárásar og tilraunar til manndráps samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ofbeldi hefur fylgt manninum frá fornu fari og mun eflaust gera það áfram um ókomna tíð. Á ári hverju koma upp fjölmörg ofbeldismál sem enda með sakfellingu og fangelsisvist fyrir gerendur. Alvarlegustu málin enda á morði og oft má litlu muna að svo illa fari.
    Upp getur komið sú staða að vafi leiki á hvort líkamsárás sem er jafnvel nálægt því að draga brotaþola til dauða sé tilraun til manndráps eða einfaldlega stórfelld líkamsárás. Það er í raun svo að þegar ákært er fyrir tilraun til manndráps er í fjölda tilvika ákært fyrir stórfellda líkamsárás til vara.
    Ég mun leitast við að svara þeirri spurningu hvar mörkin milli stórfelldrar líkamsárásar og tilraunar til manndráps liggja. Ákvæðið um stórfellda líkamsárás er að finna í 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og ákvæðið um tilraun til manndráps er að finna í 211. gr. hgl. sbr. 20. gr. hgl. Það getur skipt verulega miklu máli undir hvaða lagaákvæði brot eru heimfærð en lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps er 5 ár en aftur á móti er engin lágmarksrefsing tiltekin í 218. hr. hgl. svo að brot gegn henni fara eftir 34. gr. hgl. þar sem fram kemur að menn megi ekki dæma skemur en 30 daga í fangelsi.
    Þar sem fjöldi dómsmála er mikill og málin mjög fjölbreytt mun ég taka til skoðunar tilvik þar sem hnífar hafa verið notaðir sem vopn.

Samþykkt: 
  • 10.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17532


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.pdf417.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna