is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17550

Titill: 
  • Almenningsþörf í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eignarréttur er friðhelgur sbr. 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Þetta setur handhöfum löggjafarvalds valdmörk, þannig að ekki má skerðing eiga sér stað nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þessi skilyrði eru almenningsþörf, lagaheimild sé til staðar og að fullt verð komi fyrir. Er þar hvað fyrirferðarmestur áskilnaður um almenningsþörf, þetta skilyrði er tvíþætt. Það er annars vegar að starfsemi sé svo þýðingarmikil að réttlætanlegt sé að svipta menn eignum sínum og hins vegar að aðstaða eða starfsemi knýi á um framkvæmd eignarsviptingar. Markmið þessarar ritgerðar er að gera greinargóð skil á báðum þessum þáttum og hugtakinu almannahagsmunir. Hvað þarf að koma til svo eignarnám teljist til almannahagsmuna? Til að svara því hvað felist í inntaki þessa skilyrðis verður könnuð dómaframkvæmd Hæstaréttar og hversu langt þeir ganga í endurskoðun sinni á skilyrðinu. Einnig verður gerður samanburður á sambærilegu ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu og hvaða merkingu og réttarvernd hugtakinu hefur verið gefið þar.
    Ritgerðin byggist nánar upp þannig að í öðrum kafla eru grunnhugtökunum gerð skil á eign og eignarrétti og hvað felist í þeim. Í þriðja kafla verður fjallað um undanfara og tilkomu 72. gr. stjskr. og réttarvernd hennar. Í fjórða kafla verður farið yfir skilyrði eignarnáms, þ.e.a.s. hvað þurfi að koma til, svo einstaklingur verður sviptur umráði eignar sinnar. Í fimmta kafla verða gerð skil á hvort og þá hver sé munurinn á inntaki almannahagsmuna í mannréttindasáttmála og hvernig hann birtist okkur. Loks í sjötta kafla verður gerð grein fyrir endurskoðunarvaldi dómstóla á almenningsþörf, annars vegar endurskoðun að mati löggjafans, og sérstaklega velt upp skilyrði almeningsþarfar í skilningi 1. mgr. 75. gr. stjskr. og þau borin saman við skilyrði 1. mgr. 72. gr. stjskr. Þá ber einnig að kanna endurskoðunarvald dómstóla á mati stjórnvalds og þá sérstaklega með hliðsjón af meðalhófsreglu stjórnsýslunnar. Í 7.kafla eru svo dregnar saman niðurstöður.

Samþykkt: 
  • 11.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Almenningsþörf í skilningi 72. gr. stjskr.pdf338.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna