is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17555

Titill: 
  • Áhrif tregðu Hæstaréttar og íslenskra stjórnvalda að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður leitast við að varpa ljósi á áhrif tregðu íslenskra stjórnvalda og Hæstaréttar Íslands til að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins, en íslenskir dómstólar hafa alls fimmtán sinnum óskað eftir ráðgefandi áliti hjá EFTA-dómstólnum. Í þrettán þessara mála ákvað Héraðsdómur Reykjavíkur að leita ráðgefandi álits og voru sex þeirra kærð til Hæstaréttar þar sem samþykkt var að leita skyldi álits. Þegar litið er til íslenskar dómaframkvæmdar virðast málsaðilar í meirhluta tilvika óska eftir ráðgefandi áliti en ekki dómstólar. Markmið EES-samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er að stuðla að eflingu viðskipta- og efnahagstengsla milli aðilaríkja að samningnum. Meginmarkmið samningsins er einsleitni og leitast er við að byggja upp einsleitt efnahagssvæði með sömu reglum og að þar ríki sambærilegt réttarástand. Samkvæmt samningnum skal stuðla að samræmdri túlkun og beitingu milli ESB-reglna annars vegar og EES-reglna hins vegar. Því ber að kanna hvort tregða íslenskra dómstóla og stjórnvalda til að óska eftir ráðgefandi áliti eigi við rök að styðjast, hvaða áhrif tregðan hefur þá á EES-samninginn og hverjar séu afleiðingar brots á samningnum.
    Fyrsti hluti ritgerðarinnar fjallar um Evrópska efnahagssvæðið og EES-samninginn sjálfan, efni hans og markmiðið um einsleitni. Í öðrum hluta ritgerðarinnar verður greint frá EFTA-dómstólnum og ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. Kannað verður hvort það sé skylda eða heimild íslenskra dómstóla til að leita ráðgefandi álits. Þriðji hlutinn er tileinkaður umfjöllun hvort tregða sé í raun og veru til staðar við öflun ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins og hver séu áhrif hennar á EES-samninginn. Loks verða dregnar saman helstu ályktanir í lokaorðum.

Samþykkt: 
  • 14.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Melkorka-ritgerd.pdf797.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna