ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1756

Titill

Tölvur og börn : áhrif af samskiptum þeirra

Útdráttur

Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2008. Henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig tölvunotkun er háttað í leikskólum landsins. Einnig er hér ætlunin að gefa yfirlit um rannsóknir og þau fræðilegu skrif sem gerð hafa verið á tölvunotkun barna á leikskólaaldri. Af mörgu er að taka og því gafst ekki tækifæri til þess að gera efninu tæmandi skil.
Í ritgerðinni er farið yfir þau áhrif, bæði jákvæð og neikvæð, sem tölvunotkun er talin hafa á börn. Það er meðal annars ekki talið æskilegt að börn undir þriggja ára aldri noti tölvur en eftir þann aldur eru flestir sammála um að það sé í lagi. Talið er að börn hafi félagsskap hvert af öðru í tölvunni og ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að þau einangrist. Tölvan er talin þurfa að vera inni á deildum leikskóla þar sem börnin eru að leik og þannig geti hún verið eitt af leikföngum barnsins. Gerð verður grein fyrir kynjamismun á tölvunotkun barna þar sem skiptar skoðanir eru á því hvort hann er til staðar eða ekki. Einnig verður fjallað um hvernig koma má í veg fyrir kynjamismun.
Gerð var könnun á tölvunotkun barna í leikskólum þar sem staða tölvunotkunar var könnuð. Könnunin var spurningalistakönnun þar sem spurningar voru lagðar fyrir leikskólastjóra leikskólanna. Fjallað er um könnunina, hvernig tölvunotkun er háttað og farið er í hverja spurningu fyrir sig. Fjallað er um stöðu tölvunotkunar í leikskólum, hver viðhorf og þekking leikskólakennara sé og hvernig best sé að nota tölvur í leikskólum.
Helstu niðurstöður þessarar könnunar eru að leikskólarnir virðast hafa starfsfólk sem er hlynnt tölvunotkun, þekking þess er góð og tölvur eru á flestum leikskólum. Þegar leikskólarnir hafa það, þá virðast þeim flestir vegir færir.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
23.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Tolvur_og_born.pdf349KBLokaður Tölvur og börn - heild PDF