is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17564

Titill: 
  • Friðhelgi eignarréttar og hagsmunir og þarfir almennings. Skilyrði 1. mgr. 72. gr. stjskr. um almenningsþörf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Helsta viðfangsefni ritgerðar þessarar er greining á því hvað felst í skilyrðinu um almenningsþörf í eignarnámi. Mun höfundur í þeim tilgangi skoða forsögu ákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins sem og aðrar eignarnámsheimildir. Til hliðsjónar verður einnig fjallað um hin skilyrði 1. mgr. 72. gr., sem eru skilyrðið um lagafyrirmæli og að eignarnámsþoli fái nám sitt bætt að fullu.
    Hugtakið almenningsþörf er að mestu órætt og óútskýrt. Til þess að greina það til hlítar verður meðferð hugtaksins almenningsþörf borin saman við við annað álíka hugtak, en það er hugtakið um almannahagsmuni sem er skilyrði 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar fyrir skerðingu á atvinnufrelsinu. Mun höfundur í því augnamiði bera saman hvernig Hæstiréttur hefur farið með þessi hugtök í niðurstöðum sínum.
    Uppbygging ritgerðarinnar verður þannig að fyrst verður fjallað um eignarnám í heild sinni og mótun þess í íslenskum rétti og reynt að skýra á einfaldan máta hvað felst í þeirri skerðingu sem nefnist eignarnám. Þá verður einnig fjallað um framkvæmd eignarnáms og lög nr. 11/1973 um það efni. Í kjölfarið verður skoðað hvaða skilyrði 1. mgr. 72. gr. gefur fyrir eignarnámi, og af þeim skilyrðum verður síðast tekið fyrir skilyrðið um almenningsþörf, sem er meginrannsóknarefni ritgerðar þessar. Ástæða þess er sú að í framhaldinu af umræddri umfjöllun verður farið nánar í matið á skilyrðinu um almenningsþörf. Í þeim kafla verður skoðað nánar hvernig löggjafinn, stjórnvöld og dómstólar meta skilyrðið en einnig verða tengslin á milli þessara þriggja aðila skoðuð nánar. Loks kemur að þungamiðju ritgerðarinnar, en þar verða borin saman ákvæði 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar í dómaframkvæmd Hæstaréttar við meðferð réttarins á 1. mgr. 75. gr. Að endingu mun höfundur draga saman þær ályktanir sem komist verður að í ritgerðinni auk þess að ritaðar verða niðurstöður.

Samþykkt: 
  • 14.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÁGF - Ritgerð_2.pdf451.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna