is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17565

Titill: 
  • Skilyrðin fyrir öflun ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins með tilliti til framkvæmdar á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í 34. gr. samnings EFTA-ríkja um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (hér eftir ESE) er mælt fyrir um lögsögu dómstólsins til þess að veita dómstólum aðildarríkjanna réttarúrræði er nefnist ráðgefandi álit. Er 2. mgr. 34. gr. ESE svohljóðandi: „Komi upp álitamál í þessu sambandi fyrir dómstóli í EFTA-ríki, getur sá dómstóll eða réttur, ef hann álítur það nauðsynlegt til að geta kveðið upp dóm, farið fram á að EFTA-dómstóllinn gefi út slíkt álit.“
    Verður í þessari ritgerð athugað hvaða dómstólar eða réttir geta farið fram á að EFTA dómstóllinn gefi út slíkt álit og hvaða skýringu löggjafinn hafi lagt í orðin „dómstóll“ og „réttur“ og hvort í íslenskum lögum sé að finna of miklar takmarkanir á heimild úrskurðaraðila á stjórnsýslustigi til að afla ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins og mun ég í þessu samhengi líta til dómafordæma bæði Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins en fordæmi Evrópudómstólsins hafa mikil áhrif á dómaframkvæmd EFTA-dómstólsins af ástæðum er raktar verða hér á eftir.
    Í upphafi ritgerðarinnar verður farið yfir sögulegan uppruna Evrópuréttar, bæði þau atvik sem urðu kveikjan að hugmyndum um samevrópska löggjöf og þá þróun sem hefur átt sér stað frá upphafi samstarfsins. Í þeirri yfirferð verður uppbygging Evrópusambandsins skoðuð sem og upphaf og þróun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (hér eftir EES-samningurinn). Slík söguleg yfirferð getur verið gagnleg til þess að varpa ljósi á sérstöðu EFTA-ríkjanna.

Samþykkt: 
  • 14.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17565


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð BjornMarOlafsson (1).pdf388.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna