is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17568

Titill: 
  • Markmiðsskýring og birtingarmynd hennar í álitsframkvæmd umboðsmanns Alþingis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umdeilanlegt er hvað nákvæmlega felst í markmiðsskýringu. Sú lögskýringaraðferð nær ekki að öllu leyti utan um þau áhrif sem markmið laga og lagaákvæða geta haft við ákvörðun á efni lagaákvæðis. Leitast verður við að skoða eðli markmiðsskýringar og greina einstaka þætti hennar. Samhliða því og til frekari skilningsauka er álitsframkvæmd umboðsmanns Alþingis greind. Ritgerðinni er og ætlað að vera lýsandi fyrir birtingarmynd markmiðsskýringar í álitsframkvæmd umboðsmanns. Ekki er lagt upp með að svara ákveðnum afgerandi rannsóknarspurningum heldur er viðfangsefnið nálgast með heildstæðum hætti og ályktanir dregnar eftir því sem tilefni þykir til. Er ritgerðinni einnig ætlað að vera hugvekjandi á stöku stað.
    Ritgerðin er þannig uppbyggð að í 2.kafla hennar er fjallað almennt um lögskýringu.Í 3. kafla er eðli markmiðsskýringar skoðað og einstaka þættir hennar greindir nánar og álit umboðsmanns reifuð jafnóðum. Í lok kaflans er svo sett fram ákveðin hugleiðing um hvort markmiðsskýring eigi alltaf við. Í 4. kafla eru valin álit umboðsmanns reifuð með hliðsjón af fyrrgreindum atriðum ritgerðarinnar og loks í 5. kafla er umfjöllunarefnið dregið saman.

Samþykkt: 
  • 15.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-ritgerð Hrafn Þórisson_.pdf436.6 kBLokaður til...07.12.2100HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysingHÞ.pdf876.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF