is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17569

Titill: 
  • Skaðabótaábyrgð vegna vanheimildar seljanda við fasteignakaup
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að kaupa fasteign er tvímælalaust með stærri skrefum í lífi hvers manns, að minnsta kosti frá fjárhagslegu sjónarhorni. Þýðing fasteignaviðskipta fyrir einstaklinga sést glöggt á því að þeir eru í flestum tilvikum kaupendur og seljendur íbúðarhúsnæðis. Flestir einstaklingar kaupa og selja, eða taka þátt í kaupum og sölu fasteigna, að minnsta kosti einu sinni yfir ævina.
    Jafnframt má fullyrða að þýðing samninga um fasteignakaup sé meiri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar, í ljósi þess að almennt eiga Íslendingar það húsnæði sem þeir búa í. Á öðrum Norðurlöndum er aftur á móti algengt að einstaklingar sitji fasteignir á grundvelli leigusamninga, eða annarra samninga er veita þeim ekki beinan eignarrétt að fasteign.1 Sá er þó gallinn á gjöf Njarðar að slík fjárhagsleg skref ganga ekki ávallt hnökralaust fyrir sig.
    Vanefndir á samningi þeim, er liggur til grundvallar fasteignakaupunum, geta sett strik í reikninginn og reynst samningsaðilum óþægur ljár í þúfu. Slíkar vanefndir geta verið á marga vegu, en áhersla og viðfangsefni þessarar ritgerðar takmarkast þó að mestu við eina tegund réttarágalla, nánar tiltekið vanheimild og þá skaðabótaábyrgð sem skapast getur vegna hennar.
    Í upphafi ritgerðarinnar þykir nauðsynlegt að gera hugtakinu vanheimild glögg skil og er það viðfangsefni 2. kafla hennar. Í 3. kafla er fjallað um reglur og skilyrði skaðabóta innan samninga, með sérstakri áherslu á fasteignakaup. 4. kafli ritgerðarinnar lýtur svo að skaðabótaábyrgð vegna vanheimildar við kaup á fasteignum. Loks verður stiklað á stóru í niðurlagi 5. kafla, auk þess sem fjöldi vanheimildarmála fyrir Hæstarétti verður skoðaður.

Samþykkt: 
  • 15.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17569


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð-EESJ.pdf348.06 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna