is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1757

Titill: 
  • Vinaleiðin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar umVinaleiðina, sem er verkefni á vegum kirkjunnar og hugsað er sem viðbót við stoðþjónustu grunnskóla. Verkefnið byrjaði í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem sem einn kennari sem lokið hafði djáknanámi hóf að taka viðtöl við nemendur sem áttu um sárt að binda.
    Samband kirkju og skóla er viðkvæmt málefni og hefur umræðan um Vinaleiðina blandast í deilur um það hvort kirkjan eigi að hafa einhverja aðkomu að skólastarfi. Þeir sem hafa gagnrýnt það samstarf halda því fram að það gæti verið mannréttindabrot að eitt trúfélag bjóði upp á þjónustu innan skóla því þá þurfi foreldrar að gefa upp lífsskoðanir sínar vilji þeir ekki að börn sín hafi aðgang að henni. Þeir sem hafa talað fyrir því að þjónustan verði veitt áfram hafa vísað til þess að samband kirkju og skóla hefur alla tíð verið mjög náið.
    Nokkrir skólar gerðu eins árs tilraun með Vinaleiðina og gekk verkefnið ágætlega, en þó ekki jafnvel í þeim öllum. Ekki var staðið eins að innleiðingu og kynningu á verkefninu í skólunum og skipti það miklu um hvernig til tókst. Starfsmenn skólanna voru ekki allir jafn hrifnir af Vinaleiðinni en flestir voru mjög ánægðir með hana. Í einhverjum tilvikum voru starfsmenn óánægðir með hversu lítið samráð var haft við þá. Mikil fjölmiðlaumræða hefur einnig haft áhrif neikvæð áhrif á verkefnið.
    Það sem helst hefur angrað þá sem eru á móti verkefninu er að þjónustan er veitt af prestum og djáknum. Mörgum finnst að eitt trúfélag eigi ekki að hafa aðstöðu innan skólana umfram önnur trúfélög því að á Íslandi ríkir trúfrelsi. Þeir sem standa að verkefninu hafa hins vegar bent á að prestar hafi komið að skólastarfi þegar áföll hafa dunið á og enginn hafi gagnrýnt það.
    Það er ekki víst að Vinaleiðin eigi framtíð fyrir sér. Ef rétt er á málum haldið og vilji er til þess að sætta anstæð sjónarmið getur Vinaleiðin orðið til þess að bæta þá stoðþjónustu sem skólarnir hafa nú þegar.

Samþykkt: 
  • 23.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vinaleið.pdf303.5 kBOpinnVinaleiðin-heildPDFSkoða/Opna