ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1758

Titill

"Lestrarhestar í leikskóla" : um þróun læsis meðal barna á leikskólaaldri og áhrif umhverfisins á ferlið

Útdráttur

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.ed. gráðu í leikskólakennarafræðum við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig þróast læsi meðal leikskólabarna og hver er þáttur umhverfis í ferlinu?
Læsi er ferli sem hefst við fæðingu, þróast og tekur breytingum alla ævina í nánu samspili við umhverfið. Markviss lestrarkennsla hefur almennt ekki verið hluti af námskrám leikskóla en lestrarnám á sér þar stað á marga vegu í gegnum mál-, lestrar- og skriftarörvandi efnivið og leik.
Í ritgerðinni er fjallað um lestrarþróunarferlið, tungumálið sem grunnundirstöðu læsis og hvernig mál, skrift og lestur verka saman í ferlinu. Þá er skoðað hvaða þættir styðja hvað best við læsi og er sérstaklega litið til leikskólans í þeim efnum, á hvaða forsendum og með hvaða hætti þeir geta skapað lestrar- og skriftarhvetjandi umhverfi. Umhverfið í þessu samhengi tekur til bæði áþreifanlegra þátta eins og til dæmis skipulags og efniviðar og óáþreifanlegra þátta svo sem samskipta kennara, barna og foreldra. Í ljósi þess hve mikilvægu hlutverki barnabækur þjóna í þróun læsis er fjallað um það í lokin hvernig megi vinna með þær á áhrifaríkan, skemmtilegan og markvissan hátt með það meðal annars að leiðarljósi að auðga þátt þeirra í starfinu.
Helstu niðurstöður eru þær að leikskólabörn þróa með sér læsi án beinnar kennslu. Það gerist með uppgötvunarnámi í öflugu lestrar- og ritmálsörvandi umhverfi. Barnabækur og lestur fyrir börn eru veigamikill þáttur í ferlinu sem og stuðningur og hvatning fullorðinna.

Samþykkt
23.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lestrarhestar í le... .pdf511KBOpinn "Lestrarhestar í leikskóla" - Heild PDF Skoða/Opna