is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17598

Titill: 
  • Útvistun þjónustuverkefna íslenskra sveitarfélaga. Samningur Tálknafjarðarhrepps við Hjallastefnuna ehf.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum áratugum hafa átt sér stað margháttaðar breytingar í rekstri íslenskra sveitarfélaga. Breytt verkaskipting á vettvangi hins opinbera hefur kallað á færri og stærri sveitarfélög en þrátt fyrir verulega fækkun þeirra er hlutfall fámennra sveitarfélaga enn mjög hátt.
    Samhliða auknum verkefnum og nýjum kröfum hafa myndast nýir straumar og ný viðmið í framkvæmd opinberrar þjónustu í hinum vestræna heimi, með áherslu á nútímavæðingu og aukna skilvirkni. Um leið hefur samstarf opinberra aðila við einkaaðila orðið algengara.
    Útvistun opinberra verkefna er eitt form slíks samstafs, þar sem opinber aðili eða aðilar gera samninga við aðra um rekstrarverkefni í stað þess að sinna þeim sjálfir með eigin mannafla og aðstöðu. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvaða áhrifaþættir geta skýrt beitingu þessa stjórntækis við framkvæmd þjónustuverkefna íslenskra sveitarfélaga og hvernig ákvarðanir þar að lútandi komast á dagskrá stjórnvalda.
    Í rannsókninni var eitt tilvik rannsakað sérstaklega, það er sú ákvörðun Tálknafjarðarhrepps að fela Hjallastefnunni ehf. framkvæmd alls skólareksturs í sveitarfélaginu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að skýra megi ákvörðun Tálknafjarðarhrepps með vísan til skorts á nauðsynlegri stærðarhagkvæmni í rekstri sveitarfélagsins og falla niðurstöður vel að kenningu John W. Kingdons um glugga tækifæranna, þar sem mismunandi straumar mætast og skapa „réttar“ aðstæður fyrir meiriháttar breytingar.

Samþykkt: 
  • 29.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf815.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna