is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17601

Titill: 
  • Aðferðafræði dómstóla við úrlausn ágreiningsmála um sanngirni og efndir samninga, með sérstöku tilliti til samninga milli atvinnurekanda og neytenda
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nú á dögum er litið svo á að séu ákveðin skilyrði til staðar þá sé sanngjarnt að hægt sé að ógilda samninginn eða víkja honum til hliðar. Í III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga er að finna ógildingarheimildir og í 36. gr. samningalaga var lögfest almenn ógildingarheimild. Tilhneiging virðist vera að líta til ákvæðis 36. gr. samningalaga eða annarra ógildingarheimilda III. kafla samningalaga sem fyrsta úrræðis vegna slíkra samninga. Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir því hvort það sé í samræmi við þá aðferðarfræði er dómstólar beita við úrlausn slíkra mála ásamt því hvernig þessi aðferðarfræði og beiting ógildingarheimildanna helst í hendur við grundvallarreglur samningaréttar.með sérstöku tillliti til samninga milli atvinnurekenda og neytenda.
    Fyrsti kafli ritgerðarinnar fjallar um afmörkun efnissviðs ritgerðarinnar og heimildanotkun auk þess sem fjallað er almennt um hugtakið samninga og samningarétt sem fræðigrein. Í öðrum kafla verður fjallað um tvær grundvallarreglur samningaréttar og þýðingu þeirra fyrir samningaréttinn, hvernig þær hafa haft áhrif á lagasetningu og áhrif þeirra á dómaframkvæmd á Islandi. Viðfangsefni þriðja kafla er aðferðarfræði dómstóla við úrlausn ósanngjarna samninga og samningsskilmála, í þessum kafla er gerð grein fyrir túlkun samninga og þeim kenningum sem þar eiga helst við. Í kjölfarið er farið lauslega yfir ógildingarheimildir samningaréttar og hugtökin neytandi og atvinnurekand eru skýrð með tilliti til ógildingarheimilda III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Í fjórða kafla eru svo dregnar saman niðurstöður ritgerðarinnar.
    Megin niðurstöður ritgerðarinnar eru að af dómaframkvæmd má sjá að þrátt fyrir að III. kafli samningalaga innihaldi þónokkrar ógildingarheimildir og að orðalag sumra þeirra sé opið þá hafa dómstólar farið varlega í beitingu þeirra Þetta á sérstaklega við um ákvæði 36. gr. og ákvæði 36. gr. a – d. samningalaga. Þær áhyggjur, sem fræðimenn höfðu því af því að greinar þessar myndu grafa svo undan grundvallarreglum samningaréttarins að áhrif þeirra myndu minnka, hafa því verið óþarfar. Hins vegar ber þess að gæta að umræðan og gagnrýnin er kom fram við lögfestingu ákvæðanna hefur eflaust ýtt undir það að varlega sé farið í beitingu þessara víðtæku ógildingarheimilda.

Samþykkt: 
  • 30.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17601


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thorunn.Vilbergsdottir.Mag.jur.logfr..pdf685.26 kBLokaður til...01.01.2045HeildartextiPDF