is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17605

Titill: 
  • Íslensk stjórnvöld og verkalýðshreyfingin: samantekin ráð eða hver í sínu horni? Samskipti íslenskra stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar á tímabilinu 1960-2013
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er leitast við að greina samskipti íslenskra stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar frá árinu 1960. Samráð og átakastig samskiptanna er skoðað og áhrif verkalýðshreyfingarinnar metin. Samskiptunum er lýst út frá rituðum heimildum og viðtölum sem tekin voru við forkólfa aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda. Til greiningar er stuðst við kenningar um ný-samráðskerfi og margræði.
    Helstu niðurstöður eru að fyrir þjóðarsáttina árið 1990 hafi samskipti stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar borið sterk einkenni margræðiskerfis þar sem átakastig samskiptanna var hátt. Með þjóðarsáttinni minnkaði átakastigið og einkenni ný-samráðskerfis voru sterk. Einkenni þess dvínuðu er leið á tíunda áratuginn og greina mátti einkenni beggja kenninga fram til 2008. Eftir efnahagslegt hrun árið 2008 einkenndust samskiptin af víðtæku samráði og einkenni ný-samráðskerfis voru greinileg. Nokkrum árum síðar mátti aftur greina aukin átök í samskiptunum og einkenni margræðis bersýnilegri. Þrjár tilraunir voru gerðar til þess að koma á formlegu þríhliða samráði á rannsóknartímabilinu; júní-samkomulagið, þjóðarsáttin og stöðugleikasáttmálinn. Allar þessar samráðstilraunir höfðu mótandi áhrif á samskiptin þrátt fyrir að endast ekki.
    Í upphafi rannsóknartímabilsins voru áhrif verkalýðshreyfingarinnar mikil og margskonar félagslegar úrbætur náðust fram. Um aldamót veiktist verkalýðshreyfingin en náði þó fram ákveðnum stefnumálum. Styrktist hún aftur í kringum hrunið en virðist aftur hafa tapað mikilvægi sínu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research project is to analyse the relations between the Icelandic government and the labour movement from 1960. To that end, the level of conflict is considered and the influence of the labour movement assessed. The communication between the two is depicted and analysed in light of theories on neo-corporatism and pluralism.
    The main results are that before 1990 clear signs of pluralism can be distinguishes in communication between the government and the labour movement. After 1990, conflicts between the two parties lessened and signs of neo-corporatism began to show. However it didn’t last for long and up until 2008 features of both theories could be distinguished in the relations. After an economic collapse in 2008, signs of neo-corporatism reappeared when broad consultations were needed. Only a few years later the government and labour movement feud again and signs of pluralism were reflected in the communication once more.
    The labour movement had huge influence in the beginning of the research period and negotiated on multiple social reforms. Shortly before the millennium the labour movement started losing its power which it regained, at least partially, in the economic crisis in 2008, but that seems to be dwindling now.

Styrktaraðili: 
  • Verkefnið var styrkt af Rannís.
Samþykkt: 
  • 30.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17605


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA_HallaTinnaArnardottir.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna