is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17606

Titill: 
  • Ónæmisstýrandi áhrif lýkópódíum alkalóíðans lannótínidíns C á angafrumur og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Jafnar framleiða mikið magn lýkópódíum alkalóíða en þeir hafa vakið athygli fyrir einstaka lífvirkni. Áhrif þeirra á ónæmiskerfið hafa lítt verið rannsökuð. Angafrumur eru mikilvægustu sýnifrumur ónæmiskerfisins. Þeirra hlutverk er að taka upp vaka og sýna óreyndum T frumum sem við það ræsast og setja af stað sérhæft ónæmissvar. Þannig mynda angafrumur mikilvægan hlekk á milli ósérhæfða og sérhæfða ónæmiskerfisins.
    Markmiðið var að rannsaka áhrif lýkópódíum alkalóíða úr íslenskum jöfnum á þroskun angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro.
    Angafrumur voru sérhæfðar in vitro úr CD14 mónócýtum og þroskaðar með eða án prófefna. Ákveðið var að rannsaka nánar lýkópódíum alkalóíðann lannótínidín C úr lyngjafna og áhrif angafrumna þroskuðum í návist hans til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro. Áhrif voru metin með mælingum á tjáningu yfirborðssameinda í frumuflæðisjá og á boðefnaframleiðslu með ELISA aðferð.
    Angafrumur þroskaðar í návist lannótínidíns C höfðu marktækt hærri IL-12p40/IL-10 hlutfallsstuðul samanborið við viðmið. Angafrumurnar seyttu minna af IL-6 samanborið við viðmið en lannótínidín C hafði ekki áhrif á IL-23 boðefnaseytun. Ósamgena CD4+ T frumur samræktaðar með angafrumum þroskuðum í návist lannótínidíns C tjáðu minna af yfirborðssameindinni CD54 og seyttu meira af IL-17 en minna af IFN-γ og IL-13 en ef samræktaðar með viðmiðunar angafrumum.
    Niðurstöður benda til þess að lannótínidín C úr lyngjafna hafi ónæmisörvandi áhrif á angafrumur sem hvetji þær til að ræsa T frumur og leiða til sérhæfingar þeirra yfir í Th17 frumur. Slíkt væri hugsanlega hægt að nýta til að auka varnir gegn utanfrumu bakteríum og sveppum, til dæmis með því að nota efnið sem ónæmisglæði.

Samþykkt: 
  • 30.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð.pdf5.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna