is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17609

Titill: 
  • Áhrif fituefna úr Halichondria sitiens á boðefnamyndun og virkjun innanfrumuboðleiða í THP-1 einkjörnungum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Hafið hefur að geyma mikinn líffræðilegan fjölbreytileika. Þar á meðal eru svampar en þeir eru ríkir af annars stigs efnasamböndum og úr þeim hafa t.d. verið einangruð fituefni eins og sterólar, sfingólípíð og fitusýrur með óvenjulegar byggingar. Úr svömpum hafa fundist efni með ýmis konar líffræðileg áhrif, s.s. frumudrepandi, sveppahemjandi og bólguhemjandi áhrif, en engum efnum hefur enn verið lýst úr Halichondria sitiens og Geodia macandrewi, þó nokkrum efnum hafi verið lýst úr Halichondria og Geodia tegundum. Ónæmisstýrandi áhrif fitusækinna efna úr svömpum sem er safnað á Íslandsmiðum hafa lítið verið rannsökuð en það er áhugavert að skoða þau sökum sérstakra umhverfisaðstæðna í hafinu í kringum Ísland.
    Markmið: Markmiðið var að úrhluta fituefni úr svömpunum Halichondria sitiens og Geodia macandrewi og meta áhrif útdráttanna á boðefnaseytingu og virkjun innanfrumuboðleiða í THP-1 einkjörnungum.
    Niðurstöður: Úrhlutun fituefna úr Geodia macandrewi heppnaðist ekki svo ekki var hægt að vinna frekar með efni úr honum. Fituefnin úr Halichondria sitiens höfðu ekki áhrif á lífvænleika THP-1 einkjörnunga samanborið við örvað viðmið en þeir einkjörnungar sem voru örvaðir í návist fitusækins útdrátts mynduðu anga sem ekki voru sjáanlegir í einkjörnungum sem voru örvaðir án fituefnanna. THP-1 einkjörnungar sem voru örvaðir í návist fituefna úr Halichondria sitiens mynduðu minna af IL-6, IL-12p40 og IL-27 en engin áhrif voru á myndun IL-1Ra, IL-10 og IL-23. Ekki sáust áhrif af völdum fituefnanna á virkjun p38, ERK1/2 og Akt innanfrumuboðleiða frumnanna.
    Ályktanir: Þar sem fituefni úr Halichondria sitiens minnkuðu seytingu THP-1 einkjörnunga á boðefnum sem tengd eru við bólguhvatningu en höfðu ekki áhrif á myndun boðefna sem tengjast bólguhömlun benda niðurstöður verkefnisins til að þau hafi bólguhemjandi eiginleika. Áhugavert væri að einangra hrein efni úr svampaútdrættingum, greina þau og skoða nánar ónæmisstýrandi áhrif þeirra.

Samþykkt: 
  • 30.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Perla Sif.pdf2.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna