is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17615

Titill: 
  • Áhrif greiðsluþátttökubreytinga á notkunarmynstur statína og þunglyndislyfja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að efnahagskreppur sem orðið hafa á síðustu áratugum hafi haft áhrif á heilsu og heilbrigði einstaklinga og aukið líkur á dauðsföllum. Þessar niðurstöður endurspeglast meðal annars í hækkaðri dánartíði vegna hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasýkinga og lifrarsjúkdóma. Ýmsir fylgifiskar kreppunnar eins og til dæmis atvinnuleysi og niðurskurður í heilbrigðismálum gætu skýrt þessa hækkun. Haustið 2008 skall á kreppa á Íslandi og þegar kreppir að í þjóðfélaginu er leitað allra leiða til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Heilbrigðiskerfið er þar stór hluti, og þá helst lyfjakostnaður. Til að lækka lyfjakostnað í kreppunni var brugðið á það ráð að breyta greiðsluþátttökukerfinu með því að miða almennar niðurgreiðslur við hagkvæmustu pakkningu í einstökum lyfjaflokkum.
    Í þessari rannsókn er ætlunin að kanna hvort lyfjanotkun statína (ATC C10AA) og þunglyndislyfja (ATC N06A) hafi breyst á Íslandi vegna þessara breytinga.
    Við framkvæmd rannsóknarinnar voru notuð gögn frá Sjúkratryggingum Íslands um fjölda afgreiddra DDD í hverjum mánuði fyrir statín og þunglyndislyf frá 1. janúar 2005 til 31. mars 2013. Einnig voru fengin gögn fyrir tímabilið 1. janúar 2005 til 28. febrúar 2013 úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins um fjölda nýrra notenda og fjölda DDD sem afgreidd voru til nýrra notenda á sama tímabili. Algengi og nýgengi statína og þunglyndislyfja var mælt og var íhlutunartímaraðagreining með fjölbreytu aðhvarfsgreiningu framkvæmd til að meta áhrif greiðsluþátttökubreytinganna. Einnig voru jafngildisskammtar statína skoðaðir.
    Aukning í notkun simvastatíns varð eftir greiðsluþátttökubreytingar og á móti minnkaði notkun atorvastatíns. Með tímanum varð notkun þessara tveggja flokka svo nokkurn veginn jöfn. Í heildina jókst notkun statína. Ekki varð mikil breyting á notkun þunglyndislyfja í kjölfar greiðsluþátttökubreytinganna, en mesta breytingin yfir tímabilið er fyrir DDD til nýrra notenda SSRI. Athugun á jafngildisskömmtum statína sýndu að meðferðarskammtur lækkaði eftir greiðsluþátttökubreytingarnar, en það að jafngildisskammtarnir lækkuðu segir okkur að varlega þarf að fara í svona greiðsluþátttökubreytingar og mikilvægt er að skipuleggja þær vel.

Samþykkt: 
  • 30.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐIN.pdf869.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna