is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17616

Titill: 
  • Áhrif metótrexats á meðferðarárangur TNF-α hemla við iktsýki. Ferilrannsókn byggð á gagnagrunninum ICEBIO
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið: Markmið þessarar ferilrannsóknar var að skoða áhrif samhliðameðferðar með metótrexati á meðferðarárangur TNF-α hemla við iktsýki.
    Aðferðir: ICEBIO gagnagrunnurinn heldur utan um skráningu allra gigtarsjúklinga á Íslandi sem meðhöndlaðir eru með líftæknilyfjum. Í þessari rannsókn var fyrsta TNF-α hemla meðferð iktsýkisjúklinga skoðuð (n = 206). Infliximab var oftast notað eða af 71,4% sjúklinga, 26,2% voru á etanercept og 2,4% á adalimumab og þar af voru 57% (n = 117) á metótrexati samhliða. Klínísk svörun var metin með skilmerkjum amerísku gigtarlæknasamtakanna (e. American College of Rheumatology, ACR) (ACR50) og með skilmerkjum evrópsku gigtarsamtakanna (e. European League Against Rheumatism, EULAR). Sjúkdómsvirkni (e. Disease Activity Score, DAS28), sjúkdómshlé (e. DAS remission) og fjöldi sjúklinga á hvorri meðferð sem hættu á fyrsta meðferðarári, var einnig skoðað. Notuð var lógístísk aðhvarfsgreining með 95% öryggisbili til að kanna gagnlíkindahlutfall og skoða mun TNF-α hemla meðferðar með og án metótrexats.
    Niðurstöður: Samhliðameðferð TNF-α hemils og metótrexats var betri í flestum mældum útkomum. Einu ári eftir upphaf meðferðar náðu 68% sjúklinga á samhliðameðferð 50% bata (ACR50), en 32% sjúklinga á einlyfjameðferð TNF-α hemils (P = 0,046). Fleiri sjúklingar á samhliðameðferð náðu góðu EULAR meðferðarsvari. Hjá sjúklingum á samhliða meðferð TNF-α hemla og metótrexats var DAS28 meðaltal lægra, fleiri náðu sjúkdómshléi og færri hættu meðferðinni innan árs en á einlyfjameðferð TNF-α hemils.
    Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda eindregið til þess að samhliðameðferð með metótrexati og TNF-α hemli gefi betri meðferðarárangur en einlyfjameðferð með TNF-α hemli, þó svo að niðurstöður næðu ekki alltaf tölfræðilega marktækum muni.

Samþykkt: 
  • 30.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17616


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS.Birta.28.april.Haskolaprent.pdf11.88 MBLokaður til...30.05.2024HeildartextiPDF