is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17618

Titill: 
  • Samlistaverk ljóss, lita, hreyfinga og hljóða. Sonnettur Shakespeares í sviðsetningu Roberts Wilson
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er greining á Sonnettum Shakespeares, sviðsetningu bandaríska leikhús-listamannsins Roberts Wilson, sem sett var upp í Berliner Ensemble 2009. Sjónum verður beint að því að hvaða leyti leiksýningin fellur undir skilgreiningu Richards Wagner á samlistaverkinu, þó margt sé afar ólíkt með hugmyndum þessara tveggja listamanna. Greiningin byggist meðal annars á aðferðafræði og hugmyndum forvera Wilsons innan leikhússins.
    Wilson hóf feril sinn innan leikhússins á sjöunda áratugnum og varð þekktur á alþjóðavísu í kringum 1970. Listsköpun hans er sprottin upp úr andrúmslofti framúrstefnunnar í New York og bera sviðsetningar hans þess merki. Hann er án nokkurs vafa einn afkastamesti leikhúslistamaður samtímans, en eftir hann liggja á annað hundruð leiksýninga. Wilson er margt til lista lagt, hann er allt í senn leikstjóri, leikari, dansari, sviðsmynda-, ljósa- og hljóðhönnuður, auk þess að vera málari, arkitekt og skúlptúrlistamaður. Hann hefur skapað eigin stíl í sviðsetningum sínum sem byggjast að mestu á sjónrænum hrynjanda. Leiksýningar hans hafa markað tímamót innan leikhúslistarinnar, meðal annars vegna notkunar á tungumálinu, eða fjarveru þess, í sýningunum. Upp úr 1980 fór Wilson að fást við sígilda leiktexta, sem hann hafði áður haldið sig frá.
    Í ritgerðinni er sérhver listrænn þáttur sviðsetningar Wilsons á Sonnettum Shakespeares greindur og settur í samhengi við aðrar uppsetningar hans. Þeir verða einnig metnir út frá hugmynda- og aðferðafræði forvera og fyrirmynda Wilsons innan leikhússins. Stuðst verður við hugmyndir leikhúslistamanna á borð við Edward Gordon Craig, Adolphe Appia, Bertolt Brecht og Antonin Artaud, ásamt hefðum og tækni fornrar evrópskrar leiklistarhefðar sem og japanskrar leikhúslistar. Sýnt verður fram á hvernig hver þáttur sviðsetningarinnar; texti, leikstíll, sviðsmynd, búningar, lýsing og hljóðmynd, hafi jafnt vægi innan sýningarinnar og verði að eins konar samlistaverki í skilgreiningu Wagners.

Samþykkt: 
  • 30.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17618


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð samlistaverk.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna