is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17621

Titill: 
  • Meðferðarheldni og ástæður stöðvunar á meðferð TNFα hemla við iktsýki og sóragigt
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða meðferðarheldni sjúklinga með iktsýki og sóragigt á TNFα (e. Tumor Necrosis Factor, alpha) hemlunum, infliximab, etanercept og adalimumab, ásamt því að skoða ástæður þess að meðferð var stöðvuð.
    Aðferðir: Gögn um 513 sjúklinga voru fengin úr gagnagrunninum ICEBIO, lyfjaafgreiðslu- og lyfjaskráningarkerfi Landspítalans og viðtölum við sjúklinga. Sjúklingar í rannsókninni voru allir í meðferð á TNF hemli við iktsýki eða sóragigt á tímabilinu 2009-2013. Við mat á meðferðarheldni sjúklinga voru notaðar ýmsar reikniaðferðir, þær algengustu voru MPR (e. Medication Possession Ratio) og PDC (e. Proportion of Days Covered). Þá var meðferðarheldni skoðuð og mörkuð við 80% þar sem ≥80% táknaði góða meðferðarheldni. Ástæður meðferðarstöðvunar voru skoðaðar fyrir alla sjúklinga í rannsókninni.
    Niðurstöður: Meiri líkur eru á því að ná góðri meðferðarheldni með infliximab heldur en etanercept og adalimumab (p<0,0001). Sjúklingar á infliximab sýna 99,2% (95%[CI] 98,8-99,6) meðferðarheldni þegar reiknað er með MPR og 95,3% ([CI] 94,5-96,1) þegar reiknað er með PDC. Þeir sem eru á etanercept sýna 89,6% ([CI] 87,5-91,8) og 81,7% ([CI] 79,6-83,8) og á adalimumab 94,3% ([CI] 92,0-96,7) og 86,0% ([CI] 83,2-88,9). 82,2% sjúklinga á fyrsta TNF hemli náðu góðri meðferðarheldni. Algengustu ástæður fyrir stöðvun á meðferð var ónóg virkni (36,2%) og aukaverkanir (35,7%). Aukaverkanir voru algengustu ástæður tímabundinnar stöðvunar á TNF hemli eða 28,4%.
    Ályktanir: Meðferðarheldni sjúklinga á infliximab er betri í samanburði við þá sem eru á etanercept og adalimumab. Það sem án efa skiptir sköpum varðandi meðferðaheldnina er að infliximab er gefið á heilbrigðisstofnun og því meira utanumhald um lyfjagjafir sjúklinga. Viðbótarþekking á ástæðum fyrir stöðvun meðferða svo og bætt skráning í gagnagrunn eru mikilvægir þættir við frekari meðhöndlun sjúkdómanna.

Samþykkt: 
  • 30.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_THO LOKARITGERD_PDF.pdf14.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna