is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17624

Titill: 
  • Tóbaksmarkaðurinn á Íslandi: Næmni eftirspurnar við verðbreytingum
  • Titill er á ensku Tobacco market in Iceland: Sensitivity of demand to price changes
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tóbaksnotkun er stór þáttur af tilveru fólks víða um heim. Margar rannsóknir síðustu áratuga hafa sýnt fram á skaðsemi tóbaksneyslu og eru afleiðingar hennar eitt stærsta sjálfskapaða heilbrigðisvandamál í heiminum í dag. Með áhrifaríkastu leiðum til að draga úr tóbaksnotkun er að hækka verðið á tóbaki. Á Íslandi hafa miklar verðbreytingar verið á tóbaki undanfarin ár. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðbrögð neytenda við verðbreytingum á íslenskum tóbaksmarkaði eftir efnahagshrun 2008 og næmni eftirspurnar eftir tóbaki við sömu breytingum. Einnig að athuga hvernig tóbakssala myndi þróast ef Íslendingar höguðu neyslu sinni líkt og neytendur í öðrum löndum.
    Rýnt var í raunverðsþróun tóbaks sem og sölutölur þess. Verðteygni tóbaks var reiknuð út fyrir tímabil 2008 til 2013 og niðurstöðurnar bornar saman við niðurstöður rannsóknar Nguyen, Rosenqvist og Pekurinen frá árinu 2012. Verðteygni úr rannsókn þeirra var síðan notuð til þess að spá fyrir um söluþróun á Íslandi.
    Niðurstöður sýna að efnahagshrunið 2008 hefur haft mikil áhrif á tóbaksmarkaðinn á Íslandi með þeim afleiðingum að tóbakið er að jafnaði næmara fyrir verðbreytingum heldur en það var fyrir hrun. Sala sígarettna drógst saman um 33% eftir efnahagshrunið, sala reyktóbaks nær tvöfaldaðist og sala neftóbaks jókst um rúm 40%. Þróun sölu neftóbaks tók viðsnúning árið 2012 og dróst saman um samtals 13% á árunum 2012 og 2013. Neytendur sígarettna og neftóbaks brugðust hlutfallslega minna við en sem nam verðbreytingum þar sem við 10% verðhækkun dró úr sölu sígarettna um 8,5% og neftóbaks um 2%. Neytendur reyktóbaks brugðust nánast jafn mikið við og sem nam verðbreytingum með verðteygni 0,97. Reyktóbak virðist vera staðgönguvara sígarettna með verðvíxlteygni 2,40 en neftóbak staðgönguvara sígarettna (1,00) og reyktóbaks (0,41). Höfðu Íslendingar hagað neyslu sinni líkt og neytendur í öðrum evrópskum löndum, myndi draga mun minna úr sölu sígarettna, en sala reyktóbaks og neftóbaks myndi dragast saman í stað þess að aukast.
    Með tóbaksvarnaraðgerðum, öðrum en verðbreytingum, er mikilvægt að leggja einkum áherslu á neftóbak, þar sem ungt fólk sækist fremur í það. Með tilliti til þróunnar tóbaksneyslu er augljóst að slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar hér á landi.
    Efnisorð: Hagfræði, Tóbaksmarkaður, Tóbaksgjöld, Tóbaksneysla, Verðteygni.

Samþykkt: 
  • 30.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerðin.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna