is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17638

Titill: 
  • Svipgerðargreining á EGFR stökkbreyttri lungnaþekjufrumulínu og tengsl við bandvefsumbreytingu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Krabbamein eru hópur sjúkdóma sem sífellt eru að verða algengari í heiminum. Lungnakrabbamein eru afar fyrirferðarmikil í flokki þessara sjúkdóma og valda þau flestum dauðsföllum. Týrósín kínasa viðtakinn EGFR hefur verið ítarlega rannsakaður bæði í tengslum við vefjaþroskun og svo myndun og meinvörp krabbameina. Nýlega var uppgötvað að EGFR stökkbreytinguna L858R væri að finna í lungnakrabbameinum. Hún kemur til þegar leusín (L) skiptir við arginín (R) í tákni 858 í táknröð 21, og veldur aukinni kínasavirkni við örvun. Ekki er með fullu þekkt hvert hlutverk eða afleiðingar þessarar stökkbreytingar eru.
    Í verkefninu er notuð lungnaþekjufrumulína (VA10) sem hefur svipgerð berkjugrunnfruma og forverafrumueiginleika. Þessi frumulína getur myndað starfhæfa lungnaþekju við réttar frumuræktunaraðstæður og er hún mikilvæg í hinum ýmsu rannsóknum á lungnaþekju, til að mynda lyfjarannsóknum, stökkbreytingum og frumusérhæfingu.
    Markmið verkefnisins var að skoða starfræn áhrif yfirtjáningar og sívirkjunar á EGFR viðtakanum í VA10 frumulínunni og athuga hvort þær breytingar hefðu áhrif á genatjáningu tengda meinvörpum.
    Niðurstöður sýndu að EGFR er tjáður í p63-jákvæðum grunnfrumum og lungnablöðrufrumum af gerð II í eðlilegri lungnaþekju. Yfirtjáning/sívirkjun virðist ekki hafa áhrif á frumufjölgun VA10 en við sveltisaðstæður kom fram minnkun á fosfórileringu á ERK og AKT boðferlapróteinunum miðað við eðlilegar VA10 frumur. L858R stökkbreytingin virðist valda því að VA10 frumurnar auka tjáningu á þekjuvefskennisameindum (Ecadherin) og bæla tjáningu á sameindum tengdum meinvörpum (Ncadherin, Zeb 1&2, Snail 1&2). Nýleg gögn af rannsóknarstofunni hafa bendlað grunnfrumur berkja við bandvefsumbreytingu þekjuvefjar (e. epithelial to mesenchymal transition, EMT) í millivefssjúkdómnum IPF og við litun kom í ljós að á þessu svæði virðist tjáning á EGFR minnka.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MScritgerdin_ithp.pdf28.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna