is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17656

Titill: 
  • Samanburður á geislaáætlanakerfunum Oncentra MasterPlan og Eclipse
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknar: Í lok árs 2013 kom nýr línuhraðall á geislaeðlisfræðideild Landspítalans, True Beam frá Varian. Með tækinu fylgdi takmörkuð útgáfa af Eclipse-geislaáætlanakerfi. Áður hefur verið í notkun geislaáætlanakerfi frá Nucletron/Elekta sem heitir Oncentra MasterPlan (OMP). Þessi kerfi verða notuð samhliða á geislaeðlisfræðideildinni. Markmið rannsóknarinnar var að fá samanburð á þessum tveimur kerfum, Eclipse og OMP.
    Efni og aðferðir: Í rannsókninni voru skoðuð geislaplön hjá 25 sjúklingum með brjóstakrabbamein (tangential) og 20 sjúklingar með blöðruhálskirtilskrabbamein.
    Brjóstakrabbamein sjúklingarnir voru með föst MU. Þeir voru reiknaðir með 0,25 cm og 0,5 cm möskvastærð í báðum kerfum. Útreikningar af meðaltal í kjörmeðferðarsvæði og hámarksgeislun í hjarta voru skoðuð.
    Fyrir sjúklinga með blöðruhálskirtilskrabbamein þurfti að reikna út vægi til að hafa þau í samræmi milli kerfa. Í útreikningum var skoðað MU, staðalfrávik í kjörmeðferðarsvæði og hámarksgeislun í hægri og vinstri mjöðm.
    Mælingar voru gerðar í vatnskeri með SSD=100 cm og 95 cm. Mælt var í 5 cm dýpi, 8 cm, 10 cm, 15 cm og 20 cm dýpi fyrir mismunandi reitastærðir, 5x5 cm, 10x10 cm og 15x15 cm.
    Niðurstöður:
    Hópur með brjóstakrabbamein: Við mælingar á meðaltalsgeislun í CTV var Eclipse að gefa hærri skammt heldur en OMP. Marktækt var á milli ólíkra möskvastærðar í Eclipse með hámarksgeislun í hjarta en ekki var marktækur munur í OMP.
    Hópur með blöðruhálskirtilskrabbamein: Eclipse gefur hærri MU heldur en OMP. Eclipse var einnig með hærri hámarksskammt í mjaðmir en OMP og taldist það vera marktækur munur.
    Mælingar: Útreikningar frávika sýndu að Eclipse hefur meira frávik frá mælingum en OMP og eykst frávikið eftir því sem dýpra er farið í vatn.
    Ályktun: Eclipse gefur hærri geislaskammt en OMP. Bæði kerfin sýndu frávik á reiknuðum niðurstöðum og gilda sem voru mæld í vatni. Eclipse var með meiri frávik. Nauðsynlegt er að gera frekari athugun á því í hverju þessi mismunur felst og gera ráðstafanir til að fá bætta nákvæmni.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17656


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IngibjorgStefania_diplomaritgerd.pdf4.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna