is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17660

Titill: 
  • Eigin herrar eða hverra manna? Kvenforsetar Suður-Ameríku í aðdraganda og kjölfar kosninga
  • Titill er á ensku In Her Own Right? Female Presidents of South America Before and After Elections
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi meistararitgerð í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands fjallar um núverandi kvenkyns þjóðarleiðtoga í Suður-Ameríku og er ætlað að varpa ljósi á fyrirbærið „la presidenta“ í stjórnmálalegu samhengi. Rannsóknin er tvíþætt. Í fyrri hluta er orðræðugreiningu í anda Foucault beitt á innsetningarræður forsetanna í því skyni að kanna hvort þær einkennist fremur af styðjandi eða mengandi kvenleika. Styðjandi kvenleiki styður beint eða óbeint við hefðbundin kynhlutverk á meðan mengandi kvenleiki miðar að því að breyta staðalmyndum og berjast gegn hvers konar mismunun sem rekja má til kynferðis. Niðurstöður greiningarinnar eru að orðræðan í innsetningarræðunum beri einkenni styðjandi kvenleika en að þó glitti í mengandi áherslur þar sem þeim verður komið við án þess að ýfa pólitískar fjaðrir. Í seinni hluta rannsóknarinnar er sömu orðræðugreinandi aðferð beitt á umfjallanir um forsetana í spænsku fjölmiðlunum El País og El Mundo í aðdraganda og kjölfar kosninga með það að markmiði að kanna hvort birtingarmyndirnar séu kynjaðar. Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta að svo sé en þó ekki endilega á þann hátt sem búast mætti við fyrirfram. Frekar en að smætta forsetana með tilvísunum í útlit eiga pólitískir andstæðingar til að líkja þeim við strengjabrúður forvera í embætti auk þess sem hefð hefur myndast fyrir notkun á eiginnafni kvenkyns stjórnmálamanna í stað eftirnafns.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this Master’s Dissertation in International Relations from the University of Iceland is to cast a light on the current female presidents of South America and to explore the role of "la presidenta" in the political context. The research is twofold. First, Foucauldian discourse analysis is applied to the presidents’ inaugural speeches in order to investigate whether they have more in common with emphasized femininity or pariah femininity. Emphasized femininity supports traditional gender roles, either directly or indirectly, while pariah femininity aims to alter stereotypes and fight any gender-related discrimination. The findings are that the discourse in the inaugural speeches has more characteristics associated with emphasized femininity but, at the same time, glimpses of pariah femininity may be detected whenever possible without ruffling political feathers. Second, the same methodology is applied to two pillars of the Spanish print media, El País and El Mundo, in order to examine whether the representation of the presidents is gendered in any way. The findings confirm that they are, but not always in a way that was expected beforehand. Rather than trivializing them by discussing their appearences, political opponents tend to speak of them as marionettes. Furthermore, referring to female politicians by their given name instead of their last name seems to have become a norm.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17660


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak MA ritgerð KUF.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna