is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17666

Titill: 
  • Leitin að fisknum: Viðhorf sjómanna og Hafrannsóknastofnunar
  • Titill er á ensku The search for the fish: Options from seamen and Marine Institue research
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Leitin að fisknum hefur fylgt Íslendingum frá upphafi byggðar. Ekki er sátt á milli sjómanna og Hafrannsóknastofnunar um hvaða leið sé best til að meta veiðanlegt magn fisks í sjónum. Eftir tilkomu Hafrannsóknastofnunar þá breyttust viðhorf og aðferðir í leitinni að fisknum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf sjómanna og Hafrannsóknastofnunar til leitarinnar að fisknum í sjónum. Auk þess er kannað hvernig samvinnu er háttað á milli þeirra. Notast var við etnógrafískar aðferðir ásamt orðræðugreiningu, þar sem leitast var eftir að fá viðhorf til magn fisks í sjónum og um samvinnu. Sjómenn og sjávarbyggðir hafa verið í forgrunni varðandi fræðigreinar um sjávarútveg en sjónum minna beint að Hafrannsóknastofnun. Kenningarlega er þetta innlegg í umræður um samvinnu á milli sjómanna og Hafrannsóknastofnunar sem mynda ólík habitus og gerir alla samvinnu erfiðari. Inn í umræðuna fléttast auk þess sjálfbærni fiskveiða og hverju sjálfbær þróun breytir varðandi fiskveiðar. Helstu niðurstöður eru þær að sjómenn og Hafrannsóknastofnun líta mjög ólíkt á það hvað felst í samvinnu og hver árangurinn af samvinnu sé. Sjálfbærni fiskveiða felst ekki einungis í því að nóg sé af endurnýjanlegum fiskistofnum, heldur þarf að huga að vistkerfinu í heild sinni, samfélaginu og efnahagslegri nálgun í anda sjálfbærrar þróunar. Fiskveiðum Íslendinga er betur mætt með sjálfbærri þróun og aukinni samvinnu um leiðir í leitinni að fisknum.

  • Útdráttur er á ensku

    The search for fish has followed Icelanders from the beginning of occupation. There is a constant disagreement between seamen and Marine Research Institute about how much fishing stocks are catchable in the ocean. After introduction of Marine Research Institute there was a change in attitude and in methods of how to estimate available fishing stocks. The aim of this research is to explore the attitude of seamen and Marine Research Institute toward the search for catchable fishing stocks in the ocean. It is also about co-operation and co-management between them. I used ethnographic methods and include discourse analysis, where I was looking for attitude about catchable fishing stocks and co-operation. Seamen and fishing towns have been the main issue in researches and less thought about Marine Research Institute, until now. Theoretically it is a discussion about co-operation between seamen and Marine Research Institute, which have different habitus, and it makes co-operation much harder. It is also about sustainable fisheries and how sustainable development can change for fisheries in Iceland. The main conclusion are that seamen and Marine Research Institute have very different option on co-operation and what co-operation means. Sustainable fisheries can not be judged by renewable fishing stocks but by judging the whole ecosystem, socially and economic approach, like what's done in sustainable development. Icelandic fisheries will develop and get better by using sustainable development and by increasing co-operation with co-management, to expand methods of finding catchable fishing stocks.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17666


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LeitinAdFisknum.pdf796.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna