is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17668

Titill: 
  • Hið skapandi bókasafn: Umfjöllun um menningarstarfsemi almenningsbókasafna á Íslandi í nútíð og framtíð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugtakið menning er vandmeðfarið og er notað með misjafnlega víðtækum hætti. Aðkoma hins opinbera að menningarstarfsemi í samfélaginu er skilgreind með menningarstefnum og samkvæmt þeim er megin hlutverk menningarstofnanna að varðveita og miðla menningararfi þjóðarinnar. Hlutverk almenningsbókasafna hefur verið skilgreint með ýmsum stefnumótunum, lögum og reglugerðum en megin hlutverk þeirra er að opna dyr fyrir fjölbreyttri, áreiðanlegri og óhlutdrægri þekkingu. Hlutverk bókasafna er samkvæmt núgildandi lögum að jafna aðgengi að menningu og þekkingu. Þegar starfsemi fjögurra almenningsbókasafna hérlendis var skoðuð kom í ljós að öll söfnin bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa og eru í samstarfi við aðrar menningarstofnanir hvort sem þær tilheyra sama sveitarfélagi eða eru staðsettar annars staðar á landinu. Þegar mismunandi tegundir menningarstofnanna sameina starfsemi sína veitir það tækifæri til þess að skapa skemmtilegt og fræðandi umhverfi þar sem hinum ýmsu miðlum er blandað saman. Miðað við þá framtíðarsýn sem sett hefur verið fram með ýmsum hætti virðist sem menningarstarfsemi safnanna muni enn um sinn skipa stóran sess í starfseminni og eigi jafnvel eftir að gegna enn stærra hlutverki í komandi framtíð þó svo að almenningsbókasöfnin muni jafnframt halda áfram að sinna sínu hefðbundna hlutverki.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
margret_a_johannsd.pdf497.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna