is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17671

Titill: 
  • Tíst fyrir lýðræði? Samfélagsmiðlar og byltingin í Egyptalandi árið 2011
  • Titill er á ensku Tweeting for democracy? Social media and the Egyptian revolution of 2011
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samfélagsmiðlar (e. social media) eru sífellt að verða mikilvægari þáttur af mannlegu samfélagi, ekki bara á Vesturlöndum heldur í heiminum öllum. Ýmsir hafa litið á byltinguna í Egyptalandi árið 2011, auk annarra mótmæla arabíska vorsins, sem ótvíræð merki um að samfélagsmiðlar eins og Facebook og Twitter geti verið öflugt hjálpartæki fyrir fólk sem er að berjast fyrir lýðræði. Ekki eru þó allir sammála um að svo sé. Fræðimenn hafa rannsakað þátt samfélagsmiðla í byltingunni í Egyptalandi og komist að mismunandi niðurstöðum um hlutverk og mikilvægi þeirra við skipulagningu mótmælanna og framgang þeirra. Tilgangur og meginmarkmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þær skiptu skoðanir sem fram hafa komið um það hvort og með hvaða hætti samfélagsmiðlar hafi mögulega haft áhrif á byltinguna í Egyptalandi árið 2011. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að samfélagsmiðlar hafi spilað stórt hlutverk í byltingunni, sem aðalvettvangur skipulagningar mótmælanna og sem stafrænt almannarými (e. digital public sphere), þar sem pólitískar umræður áttu sér stað. Í ljós hefur komið að ríkisstjórn Egyptalands var ekki í stakk búin til þess að koma í veg fyrir að mótmælendur næðu að skipuleggja sig á netinu. Einnig hefur komið í ljós að orðræða mótmælahreyfingarinnar, sem gekk út á að hreyfingin ætti uppruna sinn á samfélagsmiðlum og væri skipuð ungu fólki með lýðræðishugsjónir, smitaðist út í samfélagið og þaðan í umfjallanir hefðbundinna fjölmiðla.

  • Útdráttur er á ensku

    Social media is gradually becoming an integral part of human society, not only in the West, but all over the world. Some have viewed the Egyptian Revolution in 2011 and other protest movements in the Arab Spring as a clear sign of social networks like Facebook and Twitter being a powerful force for people who are fighting for democracy. However not everyone agrees with that assumption. Scholars have researched the part played by social media in the Egyptian Revolution of 2011 and come to varying conclusions concerning its role and importance regarding the planning and progress of the protests. The aim of this dissertation is to illustrate the major conclusions of the academic society regarding this major event of Egyptian political history. The conclusions are that social media played a major part in the Egyptian revolution as the main venue of protest- planning as well as a digital public sphere, where political discussion took place. It is furthermore concluded that the Egyptian government was not equipped to prevent the online planning of mass protests. The dissertation argues that the discourse of the revolution movement, which described it as a social media movement, consisting of young people fighting for democracy, spread to become a general view in the society and from there it diffused into traditional media coverage.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17671


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tíst_fyrir_lýðræði_Egyptaland2011.pdf576.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna