is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17676

Titill: 
  • Hótun og almenn hegningarlög nr. 19/1940
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um hótanir í almennum hegningarlögum. Samkvæmt ákvæðum hegningarlaga, er tilgreina hótun sem refsiverðan verknað, getur hótun annað hvort verið sjálfsætt afbrot eða sem verknaðaraðferð í nauðungarbroti. Hótun felur í sér að öðrum manni er ógnað svo hjá honum vakni ótti, en það kann að vera misjafnt eftir ákvæðum hegningarlaga hvort áskilnaður sé gerður um að ótti vakni um tiltekna hagsmuni brotaþola og hvaða skilyrði hótun þarf að fela í sér í hverju sinni til að teljast refsiverð. Áhersla er lögð á 233. gr. hgl. sem er hið almenna hótunarákvæði laganna. Samkvæmt ákvæðinu þarf hótun að fela í sér tvö skilyrði, annars vegar þarf að vera hótað refsiverðum verknaði og hins vegar þarf hótunin að vera til þess fallin að vekja ótta hjá öðrum manni um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra. Markmiðið með þessari ritgerð er að gera grein fyrir þessu ákvæði laganna ásamt því að fjallað verður um önnur ákvæði hegningarlaga sem tilgreina hótun sem verknaðaraðferð í refsiverðu afbroti. Einnig verður fjallað um framsetningu og mögulegar birtingarmyndir hótunar. Umfjöllunin byggist einkum á greiningu á dómum Hæstaréttar Íslands um efnið og einnig á norrænni dómaframkvæmd. Er leitast við að draga ályktanir af dómunum um hvaða skilyrði hótun þarf að fela í sér til að teljast refsiverð samkvæmt hinum ýmsu ákvæðum hegningarlaga og verður sjónum einnig beint að sönnunarkröfum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17676


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hótun og almenn hegningarlög.pdf728.08 kBLokaður til...01.09.2030HeildartextiPDF