is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/176

Titill: 
  • Félagsleg þátttaka unglinga með hreyfifrávik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna félagslega þátttöku unglinga með hreyfifrávik og skoða hvaða þættir skipta þá mestu máli í daglegu lífi. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð en hún gefur þátttakendum tækifæri á að tjá eigin upplifun og reynslu. Þátttakendur voru valdir með markvissu þægindaúrtaki úr sjúkraskrám Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Um var að ræða 12 unglinga á aldrinum 15 – 17 ára sem greindir höfðu verið með hreyfiþroskaröskun með eða án ADHD (Attention Deficit/Hyperactivity Disorder – ADHD) og notið þjónustu iðjuþjálfa á árum áður. Gagnasöfnun fór fram í formi opinna viðtala þar sem stuðst var við óstaðlaðan viðtalsramma. Niðurstöður leiddu í ljós að þátttakendur rannsóknarinnar skiptust í tvo nær jafnstóra hópa hvað varðar félagslega þátttöku. Hluta unglinganna gekk vel félagslega og tóku þeir frekar þátt í tómstundaiðju en hinir. Þessi hópur var með nokkuð gott sjálfstraust og sýndi töluvert frumkvæði í samskiptum. Þeir sem voru hins vegar félagslega verr staddir nefndu að kvíði, feimni og frumkvæðisleysi kæmi í veg fyrir að þeir tækju þátt að sama skapi og jafnaldrar þeirra. Það kom ekki fram að hreyfifrávik háðu unglingunum í daglegu lífi, að minnsta kosti virtust þeir ekki upplifa þau sem hindrun. Þegar á heildina er litið virðast tengsl á milli þess að taka þátt í tómstundaiðju og að vera vel staddur félagslega. Þjónusta íslenskra iðjuþjálfa við börn og unglinga með hreyfifrávik hefur á undanförnum árum beinst að því að bæta hreyfifærni og auka þátttöku þeirra í daglegum viðfangsefnum. Áhersla hefur síður verið lögð á félagslega þátttöku. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að iðjuþjálfar þurfi að gefa félagslegri þátttöku aukið vægi, finna leiðir til að efla félagsfærni barnanna og hvetja þau til aukinnar tómstundaiðkunar með það að markmiði að auka þátttöku þeirra, vellíðan og vinatengsl.
    Lykilhugtök: Félagsleg þátttaka, hreyfiþroskaröskun, tómstundaiðja.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
felthatt.pdf484.54 kBTakmarkaðurFélagsleg þátttaka unglinga með hreyfifrávik - heildPDF
felthatt-e.pdf66.41 kBOpinnFélagsleg þátttaka unglinga með hreyfifrávik - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
felthatt-h.pdf106.11 kBOpinnFélagsleg þátttaka unglinga með hreyfifrávik - heimildaskráPDFSkoða/Opna
felthatt-u.pdf98.67 kBOpinnFélagsleg þátttaka unglinga með hreyfifrávik - útdrátturPDFSkoða/Opna