ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/177

Titill

Viðhorf skjólstæðinga til þjónustu iðjuþjálfa

Útdráttur

Í dag eru einstaklingar farnir að gera kröfur um að vera þátttakendur í þeirri
heilbrigðisþjónustu sem þeim er veitt og vilja taka ábyrgð á henni. Iðjuþjálfar hafa reynt að
koma til móts við þessar kröfur með því að veita skjólstæðingsmiðaða iðjuþjálfun en hún
leggur áherslu á samvinnu, gagnkvæma virðingu og samábyrgð iðjuþjálfa og skjólstæðins.
Heimildir sýna að skjólstæðingsmiðuð iðjuþjálfun eykur árangur í iðjuþjálfun og ánægju
skjólstæðinga með þjónustu iðjuþjálfa.
Aðaltilgangur verkefnisins var að kanna viðhorf skjólstæðinga í endurhæfingu til
þjónustu iðjuþjálfa með því að fá upplýsingar um hvort þjónusta iðjuþjálfa hafi verið
skjólstæðingsmiðuð, hversu ánægðir skjólstæðingar voru með þjónustuna og hvort hún hafi
borið árangur og þá hvernig. Spurningalisti var sendur til þátttakenda til að afla upplýsinga í
rannsókninni. Úrtakið var 38 einstaklingar sem notið höfðu þjónustu iðjuþjálfa á Landspítala
háskólasjúkrahúsi (LSH) Grensási og svöruðu 22 (58%) einstaklingar spurningalistanum.
Lýsandi megindleg rannsóknaraðferð var notuð og niðurstöður settar fram í texta og
myndum. Niðurstöður sýndu að viðhorf skjólstæðinga í endurhæfingu til þjónustu iðjuþjálfa
var almennt jákvætt þar sem flestir þátttakendur voru ánægðir með þjónustuna og töldu að
hún hafði borið árangur. Einnig voru sjö lykilþættir skjólstæðingsmiðaðrar iðjuþjálfunar að
mestu leyti hafðir að leiðarljósi í þjónustu iðjuþjálfa en þremur þáttum var ekki nægilega vel
mætt að mati þátttakenda. Af þessum niðurstöðum er hægt að sjá hvernig best er að haga
þjónustunni eftir þörfum og óskum skjólstæðinga
Lykilhugtök: Endurhæfing, skjólstæðingsmiðuð iðjuþjálfun, skjólstæðingar iðjuþjálfa,
viðhorf og þjónusta iðjuþjálfa.

Samþykkt
1.1.2005


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
vidhorfskj.pdf2,85MBOpinn Viðhorf skjólstæðinga til þjónustu iðjuþjálfa - heild PDF Skoða/Opna