ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1770

Titill

Eitt barn, tvö tungumál : tvítyngt barn er ekki tvö börn í einni persónu

Útdráttur

Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerð þessari er fjallað um máltöku fyrsta og annars máls barna, málþroska og þróun hans hjá börnum og einnig mikilvæga þætti sem því tengjast hjá börnum af erlendum uppruna. Fjallað er um kenningar um máltöku og málþroska ólíkra fræðimanna til að varpa ljósi á hvernig máltöku barna er háttað og hvernig hún þróast. Þeir fræðimenn sem settu kenningarnar fram eru ekki á sama máli hvernig sú þróun er. Oft er talað um að það tungumál sem barn læri fyrst sé móðurmál þess og benda rannsóknir á tvítyngi til þess að það sé á færi allra barna sé þeim búið gott umhverfi til þess. Skilgreiningar á hugtökunum móðurmál og tvítyngi eru mjög á reiki en þeim verður gerð nokkur skil. Þessi hugtök gegna stóru hlutverki í umræðunni um íslensku sem annað tungumál, því er afar mikilvægt að þekkja til þeirra og vita á hvaða hátt þau eru notuð í umræðunni. Einnig er fjallað um hugtökin málskipti og málblöndun, að blanda málunum saman en áður fyrr var það talið óeðlilegt á meðal barna, sem lærðu tvö mál samtímis eða hvort á eftir öðru. Hins vegar er það talin eðlilegur hlutur í málnotkun tvítyngdra í dag og sýni fram á leikni þeirra í meðferð málanna. Þar á eftir er samfélag og skóli meðal umfjöllunarefna, þar sem fjallað er um fjölmenningarlegt samfélag, fjölmenningu í grunnskólum og fjölmenningarlega kennslu. Komið er inn á ýmsa þætti svo sem kennslu tvítyngdra barna, félagslega þætti tvítyngis og stefnumótun íslenskra stjórnvalda í málum sem þessum. Að lokum er fjallað um hlutverk og markmið móttökudeilda og einnig er fjallað um samstarf kennara og foreldra barna af erlendum uppruna.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað öllum

Samþykkt
24.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
EittBarnTvöTungumál.pdf291KBLokaður Heild PDF  
EittBarnTvöTungumá... .pdf145KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
EittBarnTvöTungumá... .pdf130KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
EittBarnTvöTungumá... .pdf129KBOpinn Útdráttur PDF Skoða/Opna