ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1771

Titill

Vá, þetta er eins og hafmeyja: birtingarmynd listsköpunar í leik- og grunnskóla

Útdráttur

Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða myndsköpun elstu barna leikskóla og yngstu barna grunnskóla. Rannsóknarspurningin sem lögð var til grundvallar:
Er munur á myndsköpunartímum á elsta stigi leikskóla og myndmenntatímum á yngsta stigi grunnskóla? Ef svo er: Í hverju liggur sá munur og hvernig birtist hann?
Í ritgerðinni er fjallað um hugmyndafræði Malaguzzi, Dewey, Lowenfeld og Britten og framsetningu þeirra á kenningum tengdum þroska barna og mikilvægi myndsköpunar í þeim þroska. Greint er frá mikilvægi myndlistarkennslu og þeim aðferðum sem Elliot Eisner leggur til grundvallar. Þar sem í verkefninu er bæði komið inn á leik- og grunnskóla er farið yfir mikilvægi þess að börn upplifi grunnskólann sem eðlilegt framhald af leikskólanum. Fjallað er um aðalnámskrár og skólanámskrár beggja skólastiganna. Til þess að skoða hvernig kennarar beggja skólastiganna nýta listsköpun í starfi sínu, fá fram sýn þeirra á mikilvægi hennar til þroska barna og tengingu við fræðin og kenningarnar sem liggja þar að baki var gerð könnun á elsta stigi leikskóla og yngsta stigi grunnskóla. Þátttökuathuganir voru gerðar í hvorum hópi fyrir sig og viðtöl tekin við tvo kennara sem komu að kennslu barnanna þar sem kannanirnar fóru fram. Í lokin er greint frá helstu niðurstöðum verkefnisins: kemur fram að töluverður munur er á listsköpun barna í þeim skólum sem hér eiga í hlut. Í leikskólanum virðist áhersla lögð á listsköpun og að börnin fái notið sín í þeim verkefnum sem lögð eru fyrir þau en listsköpun í grunnskólanum virðist ekki vera gefið jafn mikið vægi. Börnum þar eru takmarkanir settar í sköpun sinni en leikskólabörnin fá meira frelsi til sköpunar út frá þeim ramma sem þeim er settur. Umhverfi og aðstæður leikskólans eru annars konar en í grunnskólanum og virðist umgjörð kennslunnar í leikskólanum henta betur til myndsköpunarkennslu en í grunnskólanum

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
24.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hafmeyja_efnisyfirlit.pdf38,3KBOpinn Vá, þetta er eins og hafmeyja-efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Hafmeyja_heild.pdf463KBLokaður Vá, þetta er eins og hafmeyja-heild PDF  
Hafmeyja_heimildir.pdf22,8KBOpinn Vá, þetta er eins og hafmeyja-heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Hafmeyja_utdrattur.pdf76,6KBOpinn Vá, þetta er eins og hafmeyja-útdráttur PDF Skoða/Opna