ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17713

Titill

Gosið í Eyjafjallajökli og áfallastjórnun: Viðbrögð íslenska ríkisins, Icelandair og fjölskyldunnar á Þorvaldseyri

Skilað
Júní 2014
Útdráttur

Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á viðbrögð þriggja aðila við náttúruhamförum í hnattvæddum heimi. Notast er við tilviksathugun (e. case study) þar sem tilvikið er eldgosið í Eyjafjallajökli í apríl 2010. Þeir þrír aðilar sem teknir eru fyrir eru íslenska ríkið, Icelandair og Þorvaldseyri. Reynt er að draga upp þær aðstæður sem þessir aðilar stóðu frammi fyrir þegar gosið fór að hafa áhrif bæði innanlands sem og út fyrir landsteinana. Kenningarammi ritgerðarinnar byggir á mótunarhyggju og smáríkjakenningum í alþjóðasamskiptum en auk þess er efnið sett í samhengi við dagskrárvald fjölmiðla og ímyndir þjóða. Smáríkjakenningar eru skoðaðar út frá áfallastjórnun og mótunarhyggja er skoðuð út frá breytingum sem verða á aðstæðum þessara þriggja aðila. Flugumferð í Evrópu raskaðist vegna öskugossins og var óttast að dregin væri upp dökk mynd af ástandinu á Íslandi í erlendum miðlum. Ímyndarskaði og ferðamannaiðnaður var ofarlega á baugi hjá íslenska ríkinu og Icelandair en á Þorvaldseyri vissu íbúar ekki hvort þeir gætu haldið áfram búsetu á svæðinu. Meginniðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að allir aðilar brugðust hratt við áfallinu og tókst að takmarka skaðann og breyta neikvæðum aðstæðum í jákvæðar. Þorvaldseyri skapaði sér jákvæða ímynd í ferðamannaiðnaðinum, ferðamannastraumur til landsins jókst eins og íslensk stjórnvöld vonuðust eftir, sem og hagnaður Icelandair árið 2010, þrátt fyrir gosið.

Samþykkt
5.5.2014


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Gosid_i_Eyjafjalla... .pdf1,12MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna