is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17725

Titill: 
  • Ný lög um neytendalán. Áhrif á lánveitendur og lántaka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ný lög um neytendalán, lög nr. 33/2013 tóku gildi þann 1. nóvember 2013. Með lögunum eru auknar kröfur gerðar til bæði lánveitanda og lántaka. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er annars vegar að kanna hvaða áhrif þessi lög hafa haft á lánveitendur og lántaka og hins vegar hvort þau markmið sem lagt var upp með að lögin ættu að ná til hafi náðst. Í þessari ritgerð verður lögð áhersla á að kanna áhrif breytinganna hjá viðskiptabönkum, sparisjóðum og smálánafyrirtækjum sem og áhrif breytinganna á viðskiptavini þessara fyrirtækja.
    Niðurstöður eru þær að ný lög um neytendalán hafi almennt verið til góðs og mikil réttarbót orðið fyrir neytendur. Til dæmis er nú meira svigrúm fyrir neytendur að falla frá lánssamningum eða greiða þá upp. Viðskiptavinir fleiri lánafyrirtækja hafa nú tækifæri á að leita réttar síns telji þeir brotið á sér þar sem ákvæði laga nr. 33/2013 ná yfir fleiri lánssamninga en eldri lög um neytendalán. Breytingarnar hafa þó valdið nokkrum óþægindum fyrir lánastofnanir, vinnuálag og skjalavinnsla hefur aukist. Flestum markmiðum laganna virðist hafa verið náð þrátt fyrir að enn sé of fljótt að svara til um einstök atriði.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17725


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ný lög um neytendalán. Áhrif á lánveitendur og lántaka.pdf374.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna