is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17731

Titill: 
  • Verðlagning uppgreiðsluheimilda á íslenskum verðtryggðum skuldabréfamarkaði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftir fjármálahrunið 2008 hafa nokkur fyrirtæki á Íslandi valið að sækja sér fjármagn í gegnum fjármagnsmarkaðinn í stað bankafjármögnunar. Margar þessara útgáfa eiga það sameiginlegt að þær hafa uppgreiðsluheimildir. Markmið þessa verkefnis var að meta hvernig best væri að verðleggja uppgreiðsluheimildir fyrirtækjaskuldabréfa á íslenskum skuldabréfamarkaði.
    Farið var yfir helstu líkön sem nota má við verðlagningu uppgreiðsluheimilda og lagt mat á hvaða líkan hentar best við íslenskar aðstæður. Ítarlega er fjallað um hvernig hentugasta líkanið, Black-Derman-Toy, er sett upp í töflureikni og hvernig reikna megi virði uppgreiðsluheimilda með vaxtatré.
    Fjallað er um helstu inntök líkans Black-Derman-Toy, og verðtryggður eingreiðsluvaxtaferill smíðaður og flökt á verðtryggðum skuldabréfum metið. Að lokum eru uppgreiðsluheimildir sex fyrirtækjaskuldabréfa skoðaðar og verðmæti þeirra metið. Niðurstöður á mati uppgreiðsluálags gefa til kynna að fjárfestar og aðrir markaðsaðilar þurfa að veita endurfjármögnunaráhættu sem felst í slíkum bréfum ítarlega athygli en vísbendingar eru um að uppgreiðsluálag á fyrirtækjaskuldabréfum útgefnum eftir fjármálahrunið 2008 hafi verið vanmetið af markaðsaðilum

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verðlagning uppgreiðsluheimilda á íslenskum verðtryggðum skuldabréfamarkaði.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna