is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17734

Titill: 
  • Er Ísland best í heimi? Um sjálfsmynd þjóðar í orðræðu forseta Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á inntak orðræðu forseta Íslands á tímabilinu 1997-2012 út frá hugmyndum um sjálfsmynd og sjálfsmyndarsköpun þjóðar. Markmiðið með því er að skoða hvernig ríkjandi orðræða valdhafa hefur áhrif á sjálfsmynd þjóðar innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Hverju er haldið á lofti í orðræðunni, og er þar eitthvað sem kemur á óvart. Á þessu tímabili hafa orðið miklar sviptingar á Íslandi; útrásartímabil sem endaði svo með efnahagshruni árið 2008, og því taldi ég gagnlegt að rýna í orðræðu forseta Íslands á alþjóðavettvangi. Forseti Íslands hefur verið umdeildur og fékk til að mynda viðkvæðið klappstýra útrásarinnar. Forsetinn fór víða á þessu tímabili, hann nýtti sambönd sín, talaði máli og greiddi götur margra viðskiptamanna sem sóttu á erlendan markað.
    Fræðilegur grunnur ritgerðarinnar byggir á kenningum um þjóðernishyggju, smáríki ásamt póststrúktúralískum kenningum. Ræður og erindi sem flutt voru á alþjóðavettvangi, heima og erlendis, voru til rannsóknar. Rannsóknin byggir bæði á megindlegri og eigindlegri aðferðafræði þar sem gerð var innihaldsgreining og orðræðugreining.
    Þau þrástef sem komu í ljós snúa að smæð þjóðarinnar, eðlislægum eiginleikum og yfirburðum Íslendinga, en einnig hugmyndum um endurreisn ríkisins. Í orðræðu forseta Íslands birtist landið sem sjálfstætt og óháð smáríki, byggt skapandi og hæfileikaríku fólki, sem sér heiminn sem leikvöll sinn. Niðurstöðurnar sýna að þessi sjálfsmynd er ekki ný af nálinni og má líta svo á að hún byggi að einhverju leyti á þeirri sjálfsmynd, eða þjóðernisgoðsögn, sem var sköpuð hér á landi á árunum 1900-1930. Sú þjóðernisgoðsögn byggði einnig á einstaklingshyggju, eðlislægum yfirburðum og endurreisn sjálfstæðs ríkis. Sköpun og endursköpun sjálfsmyndar þjóðarinnar endurspeglast í orðræðu valdhafa ríkisins.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17734


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA lokaútgáfaIMS.prent.pdf734.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna