is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1773

Titill: 
  • Leikur barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Helsta viðfangsefni þessa verkefnis er leikur barna. Umræða um nám leikskólabarna skýtur annaðslagið upp kollinum í þjóðfélaginu. Sú umræða hefur einkennst af því hvort færa eigi námsefni yngstu bekki grunnskólana niður í leikskólana. Sá skilningur að leikur sé náms og þroskaleið barna virðist ekki alltaf skila sér út í þjóðfélagið. Í verkefninu eru skoðað hvernig leikur barna stuðlar að alhliða þroska þeirra frá sjónarhornum fræðimanna.
    Helstu niðurstöðurnar eru að börn nota leik til að afla sér þekkingar og reynslu og auka þar með þroska sinn á flestum sviðum svo sem vitsmuna-, félags-, tilfinninga-, og málþroska. Leikskólakennarar og umhverfið eiga þátt í því að börn geti þroskast í gegnum leik.
    Könnun var gerð í tveimur leikskólum, annarsvegar í borgarsamfélagi á höfuðborgarsvæðinu, hinsvegar í sjávarþorpi á landsbyggðinni. Tilgangur könnunarinnar var að leita eftir viðhorfum leikskólakennarana til frjálsra leikja barna.
    Helstu niðurstöðurnar voru að allir leikskólakennararnir eru sammála því að frjáls leikur barna sé þeim nauðsynlegur. Leikskólakennararnir í leikskólanum á landsbyggðinni töluðu um mikilvægi leiksins en það er bil á milli þess sem þeir segja og gera. Þeir líta ekki á leikinn sem aðferð til að auka þroska barnanna. Hinsvegar í leikskólanum á höfuðborgarsvæðinu er lögð áhersla á leik sem uppeldisfræðilega aðferð.

Samþykkt: 
  • 24.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1773


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leikur barna-lokv-Ásta-Madlena.pdf321.24 kBOpinn''Leikur barna'' - heildPDFSkoða/Opna