is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17745

Titill: 
  • Takmarkanir á fjárfestingum erlendra aðila: Með áherslu á fasteignir og atvinnufyrirtæki
  • Titill er á ensku Restrictions on foreign investments in Iceland: With special emphasis on property and enterprises
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í íslenskri löggjöf er að finna ýmis dæmi þess að heimildir erlendra aðila til að eiga eignir hér á landi séu takmarkaðar, svo og að atvinnuréttindi þeirra séu takmörkuð en með aukinni Evrópusamvinnu og þá helst með lögum nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið og gildistöku EES-samningsins hér á landi hefur þróunin þó verið sú að heimildir erlendra aðila hafa rýmkað. Íslensk lagaákvæði fjalla með mismunandi hætti um möguleika erlendra aðila til að fjárfesta í fasteignum og atvinnurekstri hérlendis, er hér þá oftast um að ræða reglur um stofnun eða kaup erlendra aðila í fyrirtækjum á Íslandi, svo og reglur um setu erlendra ríkisborgara í stjórnum fyrirtækja sem eru skráð og starfrækt hér en ákvæði þessa efnis er fyrst og fremst að finna í hlutafélagalögum og í lögum um einstakar atvinnugreinar. Þá er einnig að finna reglur um kaup eða leigu rekstraraðila, einstaklinga og fyrirtækja á fasteignum og að lokum hafa reglur um fjármagnsgreiðslur til og frá landinu sérstaka þýðingu fyrir þessi fyrirtæki.
    Hér er ætlunin að gera grein fyrir lagaumhverfi beinna erlendra fjárfestinga á Íslandi, en samkvæmt almennri skilgreiningu felst bein erlend fjárfesting (e. „Foreign Direct Investment“) í kaupum fjárfestis á 10% eða meira af atkvæðisbæru eiginfé í fyrirtæki sem er í öðru landi en hans eigin.
    Leitast er við að gera grein fyrir heimildum erlendra aðila til að að fjárfesta í fasteignum hér á landi en sérstakar reglur gilda um slíkar fjárfestingar og byggist sú umfjöllun einna helst á lögum nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna. Jafnframt er fjallað um lög nr. 34/1991 um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri, helstu meginreglur, undantekningar og sérstaklega farið yfir fjárfestingar í sjávarútvegi og orkuiðnaði. Þá er fjallað sérstaklega um alþjóðlegar skuldbindingar Íslands þegar kemur að fjárfestingum en áhrif EES-samningsins og skuldbindingar Íslands samkvæmt honum hafa þar sérstaklega mikla þýðingu auk alþjóðlegra samninga sem geta haft áhrif við erlendar fjárfestingar hér á landi. Þá er fjallað stuttlega um tvíhliða fjárfestingasamninga sem Ísland er aðila að, helstu reglur sem gilda um slíka samninga og hvaða réttarvernd erlendum fjárfestum er veitt á grundvelli slíkra samninga. Með ritgerðinni er reynt að fá yfirsýn yfir það umhverfi sem erlendir fjárfestar búa við á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the thesis is to research Icelandic law on foreign investments. This thesis will mainly focus on the Property Act. 19/1966 and the Foreign Investment Act. 34/1991. Since Iceland is a part of the European Economic Area through the EEA Agreement, European law and its effects on foreign investments, especially the four freedoms is amongst the topics that the thesis focuses on. Other international agreements such as the ICSID and bilateral investment agreements that Iceland has signed are taken into account as well as protection for foreign investors on the basis of these agreements.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Takmarkanir á fjárfestingum erlendra aðila - heildartexti.pdf964.73 kBLokaður til...08.05.2024MeginmálPDF
Forsíða.pdf37.56 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna