is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17751

Titill: 
  • Experimental Environment II. Norræn myndlistarsýning að Korpúlfsstöðum árið 1980
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Norræna myndlistarsýningin Experimental Environment II, sem fram fór að Korpúlfsstöðum árið 1980, markar upphaf að breyttu sýningarstarfi á Íslandi og aukinni samvinnu norrænna myndlistarmanna á 9. áratug 20. aldar. Sýningin var sú umfangsmesta sem haldin hafði verið hér á landi með þátttöku rúmlega 40 listamanna frá Norðurlöndunum að Færeyjum undanskildum. Verkin á sýningunni voru unnin í ólíka miðla, t.d. kvikmyndir, gjörningar, innsetningar og landlistaverk. Tilgangur sýningarinnar var margþættur; að kynna tilrauna- og umhverfislist á Norðurlöndunum og einnig að fá listamenn til að vinna verk sín á staðnum, sem var nýmæli á Íslandi.
    Experimental Environment II kemur í kjölfar sýninga í Evrópu og Bandaríkjunum sem reyndu á mörk stofnanavaldsins eins og When attitudes become form í Sviss og Op Losse Schroeven í Hollandi árið 1969. Þessar sýningar voru einnig ákall til áhorfandans um að stíga út fyrir rammann og upplifa heildarsamhengi listaverksins í tengslum við nýjar hugmyndir um staði og umhverfi. Aukin meðvitund um loftlagsbreytingar, súrt regn og umhverfistjón á náttúrunni af mannavöldum voru meðal þeirra þátta sem listamenn litu til þegar þeir hófu að vinna verk beint í landslagið með náttúruna sem efnivið og miðil.
    Ólík afstaða landlistamanna til náttúrunnar endurspeglast í fjölbreytileika þeirra og engin ein stefna er þar ríkjandi. Í umræðum heimspekinga um fagurfræðilega nálgun listaverka tengdum landlist eru skilgreiningar á umhverfi og náttúru mikilvægar. Páll Skúlason skilgreinir náttúruna sem hina sýnilegu veröld, maðurinn skapar umhverfi sitt en skynjar náttúrufyrirbæri. Emily Brady greinir tvær lykilhneigðir; náttúrufylgni þar sem náttúran er útgangspunkturinn eða að náttúran sé menningarleg afurð og allt tilheyri menningunni en mögulegt sé að taka sér stöðu mitt á milli þessara viðhorfa að hennar mati. Verkum sem listamenn vinna í beinum tengslum við náttúruna má gróflega skipta í forgengileg verk sem hrófla sem minnst við náttúrunni og umgangast hana af virðingu og gríðarstóra jarðvegsskúlptúra sem misbjóða náttúrunni. Í þessari ritgerð er sjónum beint að sterkum náttúrutengslum norrænna listamanna á Experimental Environment II og þeirri spurningu velt upp hvort þau séu á einhvern hátt frábrugðin náttúrunálgun evrópskra og bandarískra landlistamanna.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17751


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerð Aldís lokaeintak1.pdf5.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna